Birkir Jón sigraði í NA-kjördæmi

Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í dag. Fimmtán frambjóðendur gáfu kost á sér til framboðs í kjör um átta efstu sæti framboðslistans vegna alþingiskosninganna 25. apríl 2009. Alls greiddu 928 atkvæði.
Birkir Jón hlaut 505 atkvæði í fyrsta sæti. Höskuldur Þórhallsson hlaut 647 atkvæði í 1.-2. sætið.

frams.jpg

Lesa meira

Þá var trilla eða skekta á flestum jörðum sem áttu land að sjó

Örn Þorleifsson í Húsey skrifar:     Mér dettur svolítið í hug þegar ég sit hér með kaffibollann fyrir framan mig  inni í eldhúsi í birtingu og horfi á Hlíðarfjöllin og Hellisheiðina, þar sem ekki sér í dökkan díl í bröttustu hamrabeltunum eftir um tíu daga úrkomu hér niðri. Ef ég hugsa til sama tíma árið 1966 man ég að þá vorum við á jarðýtum og snjóbílum að ferðast yfir Fagradal í slóð. Oft var notalegt að stoppa aðeins og tylla sér ofan á toppinn á símastaur og reykja eina túrbó-camel.

skekta_vefur.jpg

Lesa meira

Stór helgi

Úrslitaviðureign Útsvars, bikarkeppnin í blaki, Gettu betur og Idol-Stjörnuleit eru meðal helstu viðburða sem Austfirðingum standa til boða um helgina.

 

Lesa meira

Valið á lista Framsóknar í NA-kjördæmi í dag

Kosið var um skipan á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi á aukakjördæmisþingi flokksins á Egilsstöðum í dag. Talningu átti að vera lokið kl. 17 en tölur hafa þó enn ekki verið birtar. Fimmtán gáfu kost á sér á listann.  Alþingismennirnir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknar og Höskuldur Þórhallsson alþingismaður, sóttust báðir eftir  fyrsta sætinu, en Anna Kolbrún Árnadóttir, sérkennari, sóttist eftir 1. til 8. sæti listans.

frams.jpg

Hagfræðin með augum asna

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar um lífeyrissjóði:     Nú er mikið í umræðunni að erlendar eignir sjóðanna séu traustar og vel tryggar í hinum ýmsu fjárfestingasjóðum hingað og þangað um heiminn. Þá hafa  þeir sem fjárfesta ævisparnaði fólks helst einir á orði, þessa meintu gæfu og verðmæta sem þær eignir bera. Þegar innleysa á sparnaðinn tala þeir hins vegar um hversu erfiðlega gangi að losa þessar eignir vegna “markaðsaðstæðna” því lítið fáist fyrir þessar ,,mjög svo verðmætu” eignir við núverandi ástand því seljanleiki á mörkuðum sé lítill sem enginn.

Lesa meira

Gott í gogginn: Nú er það svartfugl

Að vanda kemur Austurglugginn þeim til hjálpar sem hafa ekki hugmynd um hvað þeir ætla að hafa í matinn um helgina og birtir bestu eldhúsleyndarmál matgæðinga blaðsins á vefnum. Uppskriftir að þessu sinni koma frá Birnu Dagbjörtu Þorláksdóttur. Hún var alin upp í Grímsey þar sem svartfugl var og er oft á borðum og býður okkur upp á hátíðarútgáfu af fuglinum.

eldhs2.jpg

 

Lesa meira

Kristján Þór leiðir lista Sjálfstæðismanna í NA-kjördæmi

Kristján Þór Júlíusson alþingismaður mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum 25. apríl. Talningu í prófkjöri flokksins er nú lokið. Á kjörskrá voru 3.949. Atkvæði greiddu 2.041 og er það 51,7% kosningaþátttaka. Auðir og ógildir seðlar voru 41.
Tryggvi Þór Herbertsson er í öðru sæti listans og Arnbjörg Sveinsdóttir í því þriðja.Tíu buðu sig fram í prófkjörinu en kosið var um sex efstu sætin.

491390b.jpg

Lesa meira

Prófkjör Sjálfstæðismanna í NA á morgun

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi hefst í fyrramálið klukkan 09. Talið verður á sunnudag og verða tölur væntanlega birtar að áliðnu kvöldi þess dags. Tíu eru í framboði og gefur Kristján Þór Júlíusson einn kost á sér í fyrsta sæti. Þrjú sækjast eftir öðru sætinu; Arnbjörg Sveinsdóttir, Soffía Lárusdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson.

491390b.jpg

Lesa meira

Flokkun slóða innan þjóðgarðs

Samráðsfundur um flokkun slóða innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs á Snæfellsöræfum, verður haldinn í Gistihúsinu Egilsstöðum 13. mars kl. 13:00. Fundurinn er öllum opinn.

vatnth140.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.