Nýr Austurgluggi kominn út

Í Austurglugga þessarar viku má meðal annars lesa um ný áform um matvælaþróun í mjólkurstöðinni á Egilsstöðum í samstarfi MS og Matís og áform um fullvinnslu áls á Seyðisfirði. Karólína Þorsteinsdóttir á Seyðisfirði ritar vikulegan samfélagsspegil og greint er frá svaðilförum sængurkonu á Oddsskarði fyrr í vikunni. Alls óvenjuleg gæði heita vatnsins hjá Hitaveitu Egilsstaða og Fella eru tekin til skoðunar og auk pólitískra aðsendra greina er hinn ómissandi matgæðingur á sínum stað. Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum.

ti0126197.jpg

Tækifæri fyrir lítil og meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki

Auglýst hefur verið til umsóknar verkefnið ,,Networks for the Competiveness and Sustainability of European Tourism." Umsóknarfrestur er til 30. júní 2009. Í þessu verkefni er markmiðið að auka samkeppnishæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja innan ferðaiðnaðarins. Einnig er lögð áhersla á að styðja við samstarfsnet þessara fyrirtækja, svæðisbundið og á milli svæða, sem og að miðla þekkingu til fyrirtækja um góða viðskiptahætti sem stuðlað gætu að aukinni nýsköpun innan ferðaiðnaðarins.

 

Lesa meira

Stormviðvörun við austurströndina

Enn er vont veður til fjalla á Austurlandi og ekkert ferðaveður. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar má búast við að vegir verði ófærir eftir að þjónustu líkur í kvöld. Í fjórðungnum er mikil ófærð, stórhríð og skafrenningur. Um kl. hálftíu í kvöld var þæfingsfærð á Fagradal, á Oddsskarði og með ströndinni. Veðurstofan varar við stormi við austurströndina sem gangi ekki yfir fyrr en á morgun.

Aprílgabbið

Hafa skal það sem sannara reynist og vill Austurglugginn nú upplýsa þá sem þegar hafa ekki áttað sig á aprílgabbi vefsins. Þannig er frétt um að byggja eigi heilsuhótel í túnfætinum hjá Þorsteini Bergssyni á Unaósi fullkominn heilaspuni, sem og frétt um tugprósenta verðlækkun á ákveðnum vöruflokkum Nesbakka í Neskaupstað. Vonandi hafa einhverjir látið blekkjast og hlaupið apríl! Megið þið öll eiga farsælt vor framundan.

hnnun2.jpg

Sendiherra í Moskvu til viðtals

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Moskvu, verður til viðtals miðvikudaginn 8. apríl næstkomandi. Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Auk Rússlands eru umdæmislönd sendiráðsins Armenía, Aserbaídsjan, Georgía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgisía, Moldóva, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan.

uflrlogo.gif

Lesa meira

Brjálað veður á Austurlandi

Björgunarsveitir á Austurlandi hafa margar átt annríkt frá því í nótt. Færð er mjög breytileg innan þéttbýlis. Þannig hefur verið mjög þungfært innanbæjar á Vopnafirði og Eskifirði, en ekki sérstaklega í Neskaupstað eða á Egilsstöðum. Fjallvegir eru alls ófærir. Kona í barnsnauð lenti í hrakningum á Oddsskarði í nótt og foktjón er nokkurt, enda hefur verið gríðarlega hvasst og vindur farið upp í 48 m/sek þegar verst var. Veður er lítið farið að ganga niður.

hreksstaalei_vefur.jpg

Lesa meira

Formaður Framsóknar á Austurlandi í dag

Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, mun ásamt frambjóðendum flokksins í NA-kjördæmi heimsækja í dag vinnustaði og efna til funda á Austurlandi. Verða þeir á kaffistofu Tandrabergs á Eskifirði í hádeginu, á kaffihúsinu Sumarlínu á Fáskrúðsfirði milli kl. 17 og 18 og á Hótel Héraði, Egilsstöðum, kl. 20 í kvöld. Allir eru velkomnir.

sigmundur_dav_gunnlaugsson.jpg

Allherjaröngþveiti á Fjarðarheiði

Björgunarsveitir á Austurlandi verða með sameiginlega æfingu á Fjarðarheiði 18. apríl. Skúli Hjaltason hjá Björgunarsveitinni Gerpi á Norðfirði heldur ásamt fleirum utan um framkvæmd æfingarinnar. ,,Markmiðið er að æfa nokkuð mikla breidd,“ segir Skúli. ,,Til að samtvinna þetta nú allt í eitt allsherjarslys setjum við þetta þannig upp að á heiðinni hrapi flugvél, sem kemur af stað snjóflóði, sem fellur síðan á rútu.

bjrgunarsveitarfing_ss.jpg

Lesa meira

Vonskuveður og ekki ferðafært

Skólahald fellur víða niður á Austurlandi vegna veðurs. Upplýsingar eru um að ekki verði skóli á Vopnafirði, Seyðisfirði, Eskifirði, Fellaskóla né á Eiðum.  Nú er stórhríð á Norðausturlandi og mjög hvasst á Austurlandi; 25 til 30 m/sek í fjörðum allt frá Höfn og norður úr. Ófært er víðast í fjórðungnum og ekkert ferðaveður. Lögreglan á Vopnafirði segir ófært innanbæjar og biður fólk að vera ekki á ferðinni. Væntanlega má segja hið sama um önnur þéttbýli. Spáð er norðan- og norðvestanátt, víða 15-25 m/s fram eftir degi, snjókomu og hvössu við norðaustur- og austurströndina. Minnkandi norðanátt seint í dag og dregur úr ofankomu. Norðaustan 8-15 og él norðantil seint í kvöld, en él um mest allt land á morgun. Frost 0 til 12 stig.

 veur_net.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.