Stefanía vill 2.-3. sæti

Stefanía Kristinsdóttir býður sig fram í 2.-3. sæti Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi. Stefanía hefur starfað sem framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands frá ágúst 2007. Hún er með BA gráðu í heimspeki auk þess sem hún er rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún býr með fjölskyldu sinni á Egilsstöðum.

stefana_kristinsdttir.jpg

Lesa meira

Höskuldur sækist eftir að leiða listann

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sækist eftir að skipa efsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í vor. Höskuldur segist hafa fengið áskoranir um að gefa aftur kost á sér og að hann sækist eftir að leiða lista framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi.

hskuldur_vefur.jpg

Lesa meira

Sækist eftir 5. til 8. sæti í NA-kjördæmi

Bernharð Arnarson, bóndi að Auðbrekku í Hörgárdal gefur kost á sér í 5. – 8. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í næstu alþingiskosningum.

bernhar_albertsson.jpg

Lesa meira

Guðrún Katrín sækist eftir 2.-3. sæti hjá Samfylkingu í NA-kjördæmi

Guðrún Katrín Árnadóttir frá Seyðisfirði býður sig fram í 2.- 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Guðrún Katrín hefur starfað að sveitarstjórnarmálum á Seyðisfirði og er nú formaður Samfylkingarfélags Seyðisfjarðar, auk þess sem hún situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar og í kjördæmisráði  Norðausturkjördæmis.

gurn_katrn_rnadttir2.jpg

Lesa meira

Herdís Björk vill 3.-4. sæti hjá Samfylkingu í NA-kjördæmi

Herdís Björk Brynjarsdóttir 25 ára, náms- og verkakona á Dalvík, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norð-Austurkjördæmi. Hún óskar eftir stuðningi í 3.-4. sæti í prófkjörinu. Herdís Björk vann sem verkstjóri í frystihúsi Samherja á Dalvík í rúm þrjú  ár en vinnur nú almenn störf samhliða námi.

herds_bjrk_brynjarsdttir.jpg

Lesa meira

Suðupottur hugmynda og verkefna

Þróunarfélag Austurlands hefur starfað að framþróun í atvinnulífi og jákvæðri samfélagsþróun á Austurlandi í 25 ár. Það starfar í raun sem útstöð Byggðastofnunar. Mikil áhersla hefur verið lögð á það frá upphafi að hafa starfsemi félagsins vel skilgreinda og þannig uppbyggða, að á hverjum tíma væri hægt að takast á við nýjustu og brýnustu verkefni samfélagsins.

runarflag2.gif

Lesa meira

Gísli sækist eftir 4.-6. sæti hjá Samfylkingu í NA-kjördæmi

Gísli Baldvinsson, náms- og starfsráðgjafi á Akureyri, sækist eftir 4.-6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í næstu kosningum. Gísli hefur starfað lengi að félagsmálum. Hann var formaður Kennarafélags Reykjavíkur og sat í stjórn Kennarasambandsins. Þá var hann formaður sambands karlakóra.  

gsli_baldvinsson_samfylkiing.jpg

Lesa meira

Björgvin Valur vill 5.-6. sæti hjá Samfylkingu í Reykjavík

Björgvin Valur Guðmundsson býður sig fram í 5.- 6. sæti í Reykjavík. Hann segist í tilkynningu hafa ákveðið að gefa kost á sér í 5.-6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. „Þrátt fyrir að vera búsettur á Stöðvarfirði býð ég mig fram í Reykjavík og vil með því undirstrika nauðsyn þess að allt landið verði eitt kjördæmi," segir Björgvin Valur.

bjrgvin_valur_gumundsson.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar