Skoska leiðin í innanlandsflugi

Innanlandsflug er grunnstoð

Innanlandsflug á Íslandi hefur ávallt verið mikilvægur þáttur í samgöngum á milli landshluta. Sveiflur í fjölda farþega í innanlandsflugi helst mikið í hendur við stöðuna almennt í efnahagslífi landsins og eftir nokkur ár fækkunar farþega er þróunin það sem af er þessu ári aukning upp á að meðaltali 5%.

Lesa meira

Metfjöldi þátttakenda og góður árangur á Andrésar Andarleikunum

Félagar í Skíðafélagi og Brettafélagi Fjarðabyggðar ljúka skíðavertíðinni ár hvert og fagna sumarkomu á Andrésar Andarleikunum í Hlíðarfjalli á Akureyri. Leikana er óþarfi að kynna en þar koma sama skíðaiðkendur á grunnskólaaldri frá öllu landinu. Keppt er í leikjabraut, svigi, stórsvigi, göngu, brettakrossi og brettastíl. Í stjörnuflokki keppa svo fatlaðir eða hreyfihamlaðir skíðamenn og átti Fjarðabyggð þátttakanda í stjörnuflokki í ár.

Lesa meira

Munu nýjar snjóflóðavarnir í Neskaupstað hafa áhrif á húsin okkar?

Á þriðjudaginn síðastliðinn fór ég á mjög svo upplýsandi fund með nokkrum Norðfirðingum sem hafa áhyggjur af fyrirhuguðum snjóflóðavörnum fyrir ofan Neskaupstað. Ég hef áður skrifað um efnið í grein sem birtist á vef Austurfréttar 8. nóvember 2015. Á fundinum var farið yfir framkvæmdina og hún skoðuð frá ýmsum sjónarhornum og gagnrýnd. Eitt af því sem rætt var um var staða húseigenda sem búa undir fyrirhuguðum görðum.

Lesa meira

Í leit að hundum árið 1956

Íslenskra fjárhunda var leitað á Héraði árið 1956. Vitað er um 3 rakka sem fundust í þessum leiðangri: Aula frá Sleðbrjót, Konna frá Lindarbakka og Vask frá Þorvaldsstöðum. Talið er að Watson hafi einnig keypt 3 tíkur í þessari ferð, veit einhver sem þetta les nöfn þeirra og hvaðan þær komu?

Lesa meira

Kynferðisleg áreitni er bönnuð á vinnustöðum

Í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um kynferðislega áreitni á vinnustað, telur Vinnueftirltið rétt að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri um lagalegar skyldur er varða vinnuvernd og aðgerðir gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Lesa meira

Lottóskipting og ferðakostnaður íþróttafélaga

UÍA hélt sitt sambandsþing á Vopnafirði í góðu yfirlæti Vopnfirðinga s.l helgi, gott þing og málefnalegt. Sambandssvæði UÍA (Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands) nær frá Djúpavogi til Vopnafjarðar og þingið flakkar á milli félaga á svæðinu sem halda það. Þannig verður það næst í boðið Vals á Reyðafirði. Aðildarfélög innan UÍA eru 41 og fer fjölgandi. Það sem hvetur mig til að skrifa þessa grein er að vekja athygli á því hvernig lottógreiðslur skila sér til íþróttafélaga hér á Austurlandi eða skila sér ekki í sumum tilfellum og samgöngumál íþróttafólks og gistimöguleika.

Lesa meira

Innanlandsflug sem almenningssamgöngur

Innanlandsflug er mikilvægt fyrir Austurland – um þá staðreynd eru flestir sammála. Það er því ekki skrýtið að umræða um verðlag á innanlandsflugi sé ofarlega á baugi þegar talað er um mikilvægi flugsins fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu.

Lesa meira

Allt er svo eymdarlegt án mín...

Tilkynningin í nýársávarpinu um að hann ætlaði að hætta var nokkuð skýr. Samt hvarf hann ekki út af borðinu. Fram kom fjöldi frambjóðenda sem virtust vart hafa trú á eigin framboðum miðað við hversu hljótt þau fóru eftir tilkynninguna. Eins var ljóst að ýmsir vænlegir kandídatar íhuguðu málið.

Lesa meira

„Undir regnhlífinni“

Vegna umræðunnar um inngöngu BDSM samtakanna í Samtökin 78 langar mig að deila með ykkur minni upplifun og sýn á málið. Ég tek það sérstaklega fram að þær skoðanir sem hér birtast eru eingöngu mínar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar