Rokkarnir eru þagnaðir ...
Þótt ekki sé haft hátt um pólitík þessa dagana er öllum ljóst að það
verða sveitarstjórnarkosningar í vor. Nokkrir valinkunnir pólitíkusar
hafa tilkynnt að þeir gefi kosta á sér til að leiða lista síns félags,
en enginn hefur lýst vilja sínum til að vera í öðrum sætum.
Öðru vísi er farið með fjóra efstu menn Fjarðalistans, sem er
vettvangur félagshyggjufólks í Fjarðabyggð og á núna fjóra menn í
bæjarstjórn og myndar meirihluta með Framsóknarflokknum. Að sögn
Austurgluggans og svæðisútvarpsins sáluga haf þeir allir tilkynnt að
þeir gefi ekki kost á sér á framboðslista í vor. Það eru ekki góðar
fréttir að allir bæjarfulltrúarnir skuli hætta samtímis. En hvað
veldur? Getur verið að vinnuálag á þá sem sinna sveitarstjórnarmálum í
minni sveitarfélögum sé svo mikið eða menn svo önnum kafnir við störf
sín að ekki gefst tími til að sinna félagsmálum, eða eru þeir illa
skipulagðir? Nei málið er að sveitarstjórnarstörf fara engan veginn
saman við vinnu almennra launþega, sveitarstjórnarstörfin virðast því
aðeins vera fyrir betur setta, ríkt fólk, sem getur haft þessi störf
sem hobbý.