Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur ákveðið að styrkja Starfsendurhæfingu Austurlands um 70.000 Bandaríkjadali, eða um 8,9 milljónir króna á tveggja ára tímabili. Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, afhenti fyrri hluta styrksins, 35.000 Bandaríkjadali í dag.
Fjarðabyggð tapaði fyrir Haukum, 3-1 í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Höttur gerði 1-1 jafntelfi gegn Víði í Garði. Einherji hefur fengið til sín fyrrverandi landsliðs- og atvinnumann í knattspyrnu. Fardögum knattspyrnumanna lauk á föstudag.
Hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands verða veitt í níunda sinn á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 19. maí 2009.Tilgangur verðlaunanna er að heiðra þann aðila (einstakling, fyrirtæki, stofnun, félagasamtök eða stjórnvald) sem að mati dómnefndar félagsins er best að slíkri viðurkenningu komin, fyrir vel unnin störf í þágu fyrirtækja eða stofnana á Austurlandi og/eða hafi verið öðrum í atvinnulífi á Austurlandi sérstök hvatning eða fyrirmynd.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu AFLs Starfsgreinafélags á hendur Landsvaka um að fá í hendur yfirlit eigna peningamarkaðssjóðs gamla Landsbankans tímabilið september til október 2008. Landsvaki fór þá með sjóðinn. Héraðsdómur bar fyrir sig formgalla í frávísun sinni og telur félagið dóminn þannig víkja sér undan því að taka afstöðu í flóknu máli. AFL hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar.
Akstursíþróttamaðurinn Ólafur Bragi Jónsson, úr Akstursíþróttafélaginu
START, var um helgina útnefndur íþróttamaður UÍA árið 2008.
Viðurkenningin var afhent á þingi sambandsins á Seyðisfirði.
AFL Starfsgreinafélag undirbýr nú kæru til Hæstaréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði á fimmtudag frá dómi máli AFLs á hendur Landsvaka, peningamarkaðssjóðs Landsbankans.Stefna AFLs snerist ekki um peninga heldur upplýsingar segja forsvarsmenn AFLs - og þær vilji héraðsdómur ekki að almenningur fái.
Álfasteinn ehf., sem átti sinn heimavöll á Borgarfirði eystri í áratugi frá 1981 en flutti vinnslu sína til Raufarhafnar fyrir fáum misserum, er í verulegum rekstrarvandræðum. Stjórn félagsins hefur sagt af sér.
Í Austurglugga þessarar viku er ýmislegt forvitnilegt. Má þar nefna umfjöllun um sigurgöngu Austfirðinga á sýningunni Ferðalögum og frístundum, lok skíðavertíðar og undirbúning stórs kajakmóts á Norðfirði. Nýr þingmaður Austfirðinga, Björn Valur Gíslason, skrifar um sjávarútvegsmálin og Guðmundur Karl Jónsson um veg yfir Öxi. Auk frétta og íþrótta er svo matgæðingurinn á sínum stað. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.
Páll Baldursson, sveitarstjóri á Breiðdalsvík, skrifar grein á vef Breiðdalshrepps þar sem hann hvetur stjórnvöld til að hvika hvergi frá áformum sínum um að endurskoða kvótakerfið og stokka það upp.,,Breiðdalsvík er gott dæmi um byggðalag sem hefur farið illa út úr núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.Á Breiðdalsvík eru mikil verðmæti í landi til fullvinnslu á sjávarafurðum, þ.e. húsakostur, búnaður og mannafli, en engar aflaheimildir," skrifar Páll.