Orkumálinn 2024

VG með aukið fylgi í NA á kostnað Framsóknar

Fylgi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi eykst verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups, aðallega á kostnað Framsóknarflokksins. Capacent Gallup mælir fyrir Fréttastofu Ríkisútvarpsins vikulega fylgi við stjórnmálaflokkana og sagði svæðisútvarpið frá þessu í fréttum sínum í gær.

kosningar.jpg

Lesa meira

Listahátíð í Dalatangavita

Listahátíð í Reykjavík 2009 stendur í vor að óhefðbundinni listsýningu í fjórum vitum hringinn í kring um landið, einum í hverjum landsfjórðungi. Myndlistarmönnum hefur verið boðið að setja upp verk sín í vitunum, sem verða opnir ferðalöngum fram yfir verslunarmannahelgi. Um er að ræða Dalatangavita, Garðskagavita, Bjargtangavita og Kópaskersvita. Listamaðurinn Unnar Örn sýnir á Austurlandi og opnar sýningin um miðjan maí.

dalatangi.jpg

Lesa meira

Formaður Framsóknar á Austurlandi í dag

Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, mun ásamt frambjóðendum flokksins í NA-kjördæmi heimsækja í dag vinnustaði og efna til funda á Austurlandi. Verða þeir á kaffistofu Tandrabergs á Eskifirði í hádeginu, á kaffihúsinu Sumarlínu á Fáskrúðsfirði milli kl. 17 og 18 og á Hótel Héraði, Egilsstöðum, kl. 20 í kvöld. Allir eru velkomnir.

sigmundur_dav_gunnlaugsson.jpg

Reiðir sjálfstæðismenn

Björn Valur Gíslason skrifar:    Sjálfstæðismenn standa nánast á öndinni af vanþóknun yfir því að tilraun sé gerð til að bjarga tveim fjárfestingabönkum frá hruni. Bankarnir sem hér um ræðir eru VBS fjárfestingabanki og Saga Capital. Því er haldið fram að bankarnir tveir hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu af hálfu fjármálaráðuneytisins, lán á vildarkjörum sem öðrum bjóðast ekki. Gagnrýni sjálfstæðismanna hefur fyrst og fremst beinst að samningi ráðuneytisins við Saga Capital en það jafnvel gefið í skyn að fjármálaráðherra sé að hygla þar vinum sínum eða flokksmönnum. Fátt er jafn fjarri sanni.

bjrn_valur_gslason.jpg

Lesa meira

Nýr Austurgluggi kominn út

Í Austurglugga þessarar viku má meðal annars lesa um ný áform um matvælaþróun í mjólkurstöðinni á Egilsstöðum í samstarfi MS og Matís og áform um fullvinnslu áls á Seyðisfirði. Karólína Þorsteinsdóttir á Seyðisfirði ritar vikulegan samfélagsspegil og greint er frá svaðilförum sængurkonu á Oddsskarði fyrr í vikunni. Alls óvenjuleg gæði heita vatnsins hjá Hitaveitu Egilsstaða og Fella eru tekin til skoðunar og auk pólitískra aðsendra greina er hinn ómissandi matgæðingur á sínum stað. Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum.

ti0126197.jpg

Tækifæri fyrir lítil og meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki

Auglýst hefur verið til umsóknar verkefnið ,,Networks for the Competiveness and Sustainability of European Tourism." Umsóknarfrestur er til 30. júní 2009. Í þessu verkefni er markmiðið að auka samkeppnishæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja innan ferðaiðnaðarins. Einnig er lögð áhersla á að styðja við samstarfsnet þessara fyrirtækja, svæðisbundið og á milli svæða, sem og að miðla þekkingu til fyrirtækja um góða viðskiptahætti sem stuðlað gætu að aukinni nýsköpun innan ferðaiðnaðarins.

 

Lesa meira

Eini flokkurinn sem reynir að stöðva skriðuna

,,Þegar sjást mikil merki þess hversu óráðlegt er að þjóðin nýti kosningar til að koma á hreinni vinstri stjórn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á fundi á Egilsstöðum í gærkvöld.  Sigmundur Davíð ásamt Birki Jóni Jónssyni, Huld Aðalbjarnardóttur og Svanhvíti Aradóttur funduðu á Hótel Héraði og voru þar um áttatíu manns. Í gærdag hittu þau fólk víðar á Austurlandi.

framskn_fyrsta.jpg

Lesa meira

Aprílgabbið

Hafa skal það sem sannara reynist og vill Austurglugginn nú upplýsa þá sem þegar hafa ekki áttað sig á aprílgabbi vefsins. Þannig er frétt um að byggja eigi heilsuhótel í túnfætinum hjá Þorsteini Bergssyni á Unaósi fullkominn heilaspuni, sem og frétt um tugprósenta verðlækkun á ákveðnum vöruflokkum Nesbakka í Neskaupstað. Vonandi hafa einhverjir látið blekkjast og hlaupið apríl! Megið þið öll eiga farsælt vor framundan.

hnnun2.jpg

Sendiherra í Moskvu til viðtals

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Moskvu, verður til viðtals miðvikudaginn 8. apríl næstkomandi. Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Auk Rússlands eru umdæmislönd sendiráðsins Armenía, Aserbaídsjan, Georgía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgisía, Moldóva, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan.

uflrlogo.gif

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.