Orkumálinn 2024

Innan við tvær milljónir að austan

Stuðningur austfirskra fyrirtækja við stjórnmálaflokka árið 2007 var tæp 1,8 milljón íslenskra króna. Þrjú framboð af sex skiptu styrkjunum með sér.

 

Lesa meira

Staðfestur listi Sjálfstæðisflokksins

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi samþykkti í dag tillögu kjörnefndar um framboðslista flokksins í kjördæminu við þingkosningar í vor.

 

Lesa meira

Krakkarnir í Hallormsstaðarskóla sigruðu í Skólahreysti

Skólahreysti MS var á Austurlandi í gær og kepptu grunnskólar fjórðungsins í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum að viðstöddum mörghundruð gestum. Þröngt var á þingi og feiknamikil stemning þegar blásið var til níunda og síðasta riðils keppninnar.
Hallormsstaðarskóli stóð uppi sem sigurvegari skóla á Austurlandi, með 52,5 stig. Vopnafjarðarskóli náði öðru sæti með 47,5 stig og í þriðja sæti varð Grunnskóli Hornafjarðar.

sklahreysti.jpg

Lesa meira

Framtíðarsýn á Austurlandi - ógnanir og tækifæri...

Valdimar O. Hermannsson skrifar:      Á öllum tímum er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt fyrir alla að staldra við og setja sér markmið fyrir komandi framtíð. Þetta á alls ekki einungis við um áramót, þegar fólk gjarnan stígur á stokk og setur sér háleit markmið fyrir árið, um persónulegan árangur í m.a. að taka sig nú á í ræktinni, aukna útivist og að ná betri árangri í vinnu eða íþróttum. 

Lesa meira

Ásta Hafberg í fyrsta sæti hjá Frjálslynda flokknum í NA

Kjördæmisráð Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæmi hefur lokið við framboðslista sinn fyrir komandi kosningar. Fyrsta sæti listans skipar Ásta Hafberg Sigmundsdóttir verkefnastjóri á Fáskrúðsfirði og Axel Yngvason verkamaður á Kópaskeri skipar annað sætið. Kári Þór Sigríðarson búfræðingur frá Akureyri er í þriðja sæti og Eiríkur Guðmundsson nemi á Djúpavogi í því fjórða.

frjlslyndi_flokkurinn_vefur.gif

 

Lesa meira

Blessuð heiðlóan er komin

Vorboðinn ljúfi er kominn til landsins. Fyrsta heiðlóan sást ein á flugi yfir Einarslundi á Höfn í morgun og ljóðaði í loftinu um vorkomu með sínu yndæla dirrindíi. Blessaðar lóurnar taka því senn að flykkjast til landsins. Lóan á Höfn er nokkuð snemma á ferðinni, því að jafnaði koma fyrstu fuglarnir á bilinu 20. til 31. mars.

heila.jpg

Lesa meira

Og hvað svo?

Ásta Hafberg Sigmundsdóttir skrifar:     Eftir lestur um hugmyndir að atvinnuuppbygginu í landinu get ég bara ekki orða bundist. Ríkið ætlar að skaffa 4000 störf á árinu, sem er nú bara gott og blessað. Þetta eru störf í byggingariðnaði, gróðrabelta gerð og svo listamannalaun fyrir 180 manns ásamt öðru. Alls ekkert út á þetta að setja og hið besta mál....sem skammtímalausn á þeim vanda sem blasir við okkur í dag.sta_hafberg_sigmundsdttir.jpg

Lesa meira

Gott í gogginn: Silungur, salat og gratineraður kjúklingur

Að vanda kemur Austurglugginn þeim til hjálpar sem vita ekki gjörla hvað á að hafa í matinn um helgina og birtir bestu eldhúsleyndarmál matgæðinga blaðsins á vefnum. Uppskriftir að þessu sinni koma frá Dagmar Jóhannesdóttur. Hún býður okkur upp á léttan og ljúfan helgarmat.

trout.jpg

Lesa meira

Norðfjarðargöng og Tortola

Sveinn Jónsson skrifar:   Samgönguráðherra Kristján L. Möller hélt í gærkvöld fund á Neskaupsstað um samgöngumál á Austur- og Norð-austurlandi.  Tíundaði hann og vegamálastjóri, sem með honum var, þar með ágætum að hverju væri unnið á vegum ráðuneytisins á yfirstandandi ári.  Ráðherra  kynnti m.a. væntingar sínar um að niðurstaða fengist senn um byggingu umferðarmiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll og festi hann þar með í sessi á sínum stað í Vatnsmýrinni.  Verk sem þegar höfðu verið ákveðin á vegum ráðuneytisins voru að því er virtist öll meira og minna á áætlun í kjördæmi ráðherra.  En þegar kom að Norðfjarðargögnum þá vandaðist nú málið.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.