Góð þjónusta við barnafólk er mál málanna

Héraðslistinn leggur alla áherslu á að tryggja trausta og góða þjónustu við barnafjölskyldur. Eitt af því sem þær líta til, t.a.m. við ákvörðun um búsetu, er þjónusta á leikskólastigi. Ljóst er að fjölga þarf leikskólaplássum á Fljótsdalshéraði þannig að hægt sé að mæta aukinni þörf; bæði fyrir eins árs börn og eldri en einnig fyrir börn foreldra sem eru að flytja á svæðið.

Lesa meira

Af hverju á ég að hafa skoðun á fráveitu?

Það er von að þú spyrjir! En nýjustu fréttir vekja spurningar; annars vegar um ástand Eyvindarár sem viðtaka fyrir skólp og hins vegar áætlanir Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF) um að hætta að nýta Eyvindará sem viðtaka en safna þess í stað öllu fráveituvatni frá þéttbýlinu saman við Melshorn.

Lesa meira

Innanlandsflug: almenningssamgöngur eða munaðarvara?

Verð á innanlandsflugi er farið að bitna á lífsgæðum þeirra sem búa á Austurlandi og víðar. Við þurfum öll að nálgast nauðsynlega þjónustu á höfuðborgarsvæðinu einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Flug ætti að vera raunverulegur kostur fyrir almenning fremur en að keyra sökum vegalengdar, verðlagning innanlandsflugs kemur þó í veg fyrir að svo sé nema fólk hafi ekki kost á öðru.

Lesa meira

Af austfirskum samgöngumálum

Samgöngumál eru einhver umdeildustu mál alltaf og allsstaðar og ekki vegna þess að allir vilji ekki hafa þær sem skástar heldur vegna þess að við höfum tilhneigingu til að óska eftir því að annað fólk hafi það ekki.

Lesa meira

Egilsstaðir - Fráveita og umhverfi – að lokum.

Ég er búinn að skrifa nokkuð um fráveitumál á Egilsstöðum og því kannski að bera í bakkafullan lækinn með einni enn, en mér er málið hjartans mál. Það að hætta fullnaðarhreinsun skólps á Egilsstöðum og byggja nýja skólpstöð sem eingöngu síar vatnið , en tekur ekkert á gerlamengun, og treysta á að reglugerðum verði breytt er fráleitt. Enda eigum við að fullklára þá leið sem valin var og berja okkur á brjóst yfir árangrinum, í stað þess að rífa niður það sem vel er gert og við getum verið stolt af.

Lesa meira

Örhugvekja í „grænni messu“

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að umhverfisvandamálin sem steðja að okkur eru með stærstu áskorunum sem við og komandi kynslóðir þurfum að glíma við. Loftslagsbreytingar, mengun, röskun vistkerfa og minnkun lífbreytileika ásamt fylgjandi stríðsátökum og flóttamönnum knýja á aðgerðir og það strax. Við megum ekki bíða.

Lesa meira

Ævintýrið um fráveitu fráleitu

Fráveitumál eru mikið hitamál víða um land fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Fljótsdalshérað er þar engin undantekning enda er um að ræða mikið hagsmunamál fyrir íbúa og stórar framkvæmdir fyrir hvert sveitarfélag að standa í. Fljótsdalshérað réðst í það fyrir nokkrum árum að byggja upp hreinsivirki fyrir fráveitu sem taldar voru til fyrirmyndar og eru það að mörgu leyti, svo langt sem þær ná. Í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur um þennan málaflokk held ég að það sé samt rétt að við stöldrum við og veltum fyrir okkur hver núverandi staða er.

Lesa meira

Gangamál Seyðfirðinga

Umræðan um gangagerð Seyðfirðinga er ekki ný af nálinni og hefur farið marga hringi á síðustu árum. Þess vegna er umræðan orðin frekar ruglingsleg og ýmsu hefur verið fleygt fram sem stenst hvorki skoðun né rök. Við skulum skoða málið nánar.

Lesa meira

Skólastarf og framtíðin

Við lifum á spennandi tímum. Það er hafin ný iðnbylting sem mun hafa mikil áhrif á líf okkar. Gervigreind, sjálfvirkni og sítenging við netið munu hafa veruleg áhrif á daglega tilveru okkar og störf á næstu árum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar