Hvar er aðgengi fyrir alla?
Sem réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Austurlandi síðustu 2 ár hef ég farið víða um og víða komið. Fengið frábærar móttökur hvar sem er og fengið að hitta alveg óskaplega marga, hverjum öðrum skemmtilegri sem alltaf eru að kenna mér eitthvað nýtt. Vonandi hef ég eitthvað getað lagt til á móti, og svo sannarlega vona ég að hafa eitthvað orðið að gagni.En tilefni þessarar greinar eru ekki alveg eins ánægjuleg en það eru aðgengismál í víðum skilningi.