Hlaðspretturinn, skiptir hann máli?
Vænta má að fleiri en ég hafi orðið hugsi í byrjunar vikunnar eftir að hafa hlustað á umræður í RÚV um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Bakgrunnur þeirrar umfjöllunar eru þau áform stjórnenda Reykjavíkurborgar að láta flugvöllinn í Vatnsmýrinni víkja fyrir byggð á næsta áratug og undirskriftasöfnun sem fengið hefur um 60.000 undirskriftir gegn þeim áformum.
„Slagsmál, ríðingar, fyllerí“
Þeir voru eflaust margir sem skemmtu sér yfir heilastoppi Mikaels Torfasonar, ritstjóra 365 miðla, í morgun þegar hann skrifaði í leiðara Fréttablaðsins að tónlistarhátíðin Bræðslan væri haldin á Egilsstöðum. Einhver kann að segja að þar hafi komið vel á vondan því blaðið hefur ekki verið þekkt fyrir að þjónusta landsbyggðina. Þvert á móti þurfa áhugasamir lesendur hér að kaupa blaðið á „kostnaðarverði.“ (Að því er virðist hlýst enginn kostnaður af því að vera með blaðburðarfólk í næturvinnu á Höfuðborgarsvæðinu).Smá meira tilfinningaklám!
Senn líður að lokun undirskriftarsönunar á vefsíðunni lending.is, þar sem skrifað er undir kröfu um að landsmenn fái að halda óskertri flugstarfsemi í Vatnsmýrinni um ókomna tíð. Tilefnið er sú ætlan borgaryfirvalda að svipta okkur þessari perlu sem Reykjavíkurflugvöllur er, sbr nýtt aðalskipulag borgarinnar sem nú er í auglýsingaferli. Þar með rofnar sú tenging við alla kjarna stjórnsýslu, menningar og heilbrigðisþjónustu, sem flugvöllurinn hefur veitt okkur og gert kleift að sækja hvaðanæva af landinu með stuttum fyrirvara og jafnvel skila okkur heim aftur samdægurs. Þetta hefur sérstaka þýðingu fyrir sjúkraflugsþjónustuna sem sér til þess að þeir sem verða fyrir því óláni að veikjast illa eða slasast fjarri borginni, komist til þeirrar sértæku læknismeðferðar sem á þarf að halda, í tæka tíð. Og þar sem þessi þáttur í umræðunni, sjúkraflugið, er sá hverfipunktur sem engin fjárhagsleg rök vinna á, þá hafa flugvallarandstæðingar tekið sig til og ráðist að einmitt þessum þætti. Tökum nokkur dæmi:Sumarið sem gleymdi Íslandi
Eða hvað? Gleymdi sumarið Íslandi?Eitt er víst að sumarið gleymdi ekki mér og vinum mínum sem eyddu sumrinu á besta stað landsins – á landsbyggðinni.