Ísland unga fólksins?
Það er eitthvað að!Í einum af mínum daglegu netrúntum rakst ég á ansi sláandi fyrirsögn sem hljóðaði svo : „60 prósent ungs fólks íhugað flutninga“ og var þá verið að meina flutning erlendis. Þar sem ég tilheyri þeim hópi ungs fólks sem um var rætt þ.e.a.s. 18-29 ára þá fór ég að hugsa: Vil ég búa á Íslandi í framtíðinni? Svarið var eitthvað á þessa leið: Já auðvitað… en ýmislegt þarf að breytast og skýrast.