Hvernig ert þú að nýta Valaskjálf?

stefan bragasonÍ sumar fór ég á 25 ára afmælistónleika Jasshátíðar Egilsstaða sem haldnir voru í Valaskjálf 26. og 27. júní, einn örfárra viðburða sem þar hefur verið boðið uppá í sumar og haust. Þetta er jasshátíð sem Árni Ísleifsson gerði að veruleika og var alltaf haldin í Valaskjálf meðan hann sá um hana, þó víðar væri leikinn jass á svæðinu þá daga sem hátíðin stóð. Síðan Jón Hilmar og félagar tóku við keflinu af Árna, hafa tónlistarviðburðirnir verið víðar um Austurland, en alltaf hafa þó eitt eða tvö kvöld verið fastsett í Valaskjálf.

Lesa meira

Ísland unga fólksins?

dagur skirnir odinsson webÞað er eitthvað að!

Í einum af mínum daglegu netrúntum rakst ég á ansi sláandi fyrirsögn sem hljóðaði svo : „60 prósent ungs fólks íhugað flutninga“ og var þá verið að meina flutning erlendis. Þar sem ég tilheyri þeim hópi ungs fólks sem um var rætt þ.e.a.s. 18-29 ára þá fór ég að hugsa: Vil ég búa á Íslandi í framtíðinni? Svarið var eitthvað á þessa leið: Já auðvitað… en ýmislegt þarf að breytast og skýrast.

Lesa meira

Sameinumst um það sem við erum sammála um

IvarIngimars 131011 Því miður eyðum við allt of miklum tíma í að þrasa um hluti sem við erum ósammála um í stað þess að nýta tíma okkar og orku í það sem við erum sammála um. Ef við vinnum því framgang sem sameinar okkur á Austurlandi, styrkir það allan landshlutann svo um munar.

Lesa meira

Fjöldi hugmynda um bætta byggð eftir íbúaþing á Breiðdalsvík

bdalsvik hamar dyjatindur hh Tveggja daga íbúaþingi á Breiðdalsvík lauk síðdegis á sunnudag. Um 40 Breiðdælingar voru á íbúaþinginu lengst af báða dagana og sá sem þessar línur skrifar er þess fullviss að íbúar Breiðdalshrepps, sem þingið sátu, séu mjög ánægðir með hvernig til tókst og kom það vel fram í lokaorðum þátttakenda.

Lesa meira

Tækni og kynslóðamunur

elin karadottirNútíminn er hraður, tæknivæddur og fjölbreytilegur. Staðreyndin er sú að samskiptamiðlar er orðin daglegur hluti af lífi fólks og þó svo að IRC-ið, MSN og MySpace hafi dáið út þá komu einfaldari og notendavænni forrit í staðin á borð við Facebook, Twitter, Instagram og Snapchat. Öll þessi samskiptaforrit hafa sína kosti og galla eins og allt annað í lífinu.

Lesa meira

Bölsýni biturs námsmanns

steinunn fridriksdottir webMenntamál voru áberandi í umræðunni fyrir kosningar. Mikið var rætt um þann niðurskurð sem orðið hefur í menntakerfinu á árunum eftir hrun og flestir flokkar lofuðu bót og betrun, eins og gengur og gerist í kosningabaráttu. Voru núverandi ríkisstjórnarflokkar þar ekki undanskildir. Framsóknarflokkurinn vildi „styrkja [menntakerfið] og efla með hagsmuni nemenda sem og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi“. Sjálfstæðisflokkurinn talaði um það að leggja „áherslu á mikilvægi menntakerfisins enda er fjárfesting í menntun mikilvæg í framsókn til bættra lífskjara.“ 

Lesa meira

Er erfðabreytt eitur?

egill gunnarsson mars2012Í seinni tíð hefur ákveðin gerð heimildamynda, sem eru gerðar með afþreyingar- fremur en upplýsingagildi í huga, notið vaxandi vinsælda. Má þar nefna Super Size Me, Stupid White Men og Food Inc.

Lesa meira

Um lýðræði og samfélagsumræðu

hrafnkell larusson headshotÍ tilefni af lýðræðisviku, sem nú stendur yfir, er við hæfi að hugleiða hvað felst í lýðræði. Það fyrsta sem mörgum dettur í hug þegar þeir heyra þetta hugtak eru sveitarstjórnir og alþingi. En fulltrúalýðræðið sem við búum við, eins mikilvægt og það er lýðræðinu, er fjarri því eina grein þess.

Lesa meira

Eru allir að fara?

elin karadottirAllir hafa gott af því að ferðast, bæði innan lands og utan. Margir velja að stunda nám erlendis, aðrir fara í heimsreisu, en sumir fara til að vinna og svo mætti lengi telja. „Heimskt er heimaalið barn“ sagði einhver snillingur og mikið til í þessum gamla málshætti. Ég hef lengi sagt að ef ALLIR myndu fara í sirka eitt ár til einhvers annars lands, þar sem menn þekkja engan, þurfa gjöra svo vel að bjarga sér – eignast nýja vini, læra nýtt tungumál og menningu, þá væri heimurinn töluvert betur settari en hann er í dag. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.