Vaxtarsprotar á Austurlandi

Hópur fólks á Austurlandi hefur á undanförnum mánuðum tekið þátt í verkefninu Vaxtarsprotum. Þátttakendur vinna allir að ákveðnum viðfangsefnum sem lúta að atvinnusköpun í heimabyggð. Um er að ræða fjölbreytt viðfangsefni m.a. á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu. Þátttakendurnir, sem nú luku námskeiði á vegum Vaxtarsprotaverkefnisins, voru 19 talsins, en samtals unnu þeir að 15 verkefnum.

sproti_smaller_rgb_jpeg.jpg

Lesa meira

Dregur úr atvinnuleysi á Austurlandi

Atvinnuleysi hefur minnkað talvert á Austurlandi og eru nú rúmlega 270 atvinnulausir í fjórðungnum miðað við fimmhundruð þegar ástandið var hvað verst fyrir rúmum tveimur mánuðum. Þá var áberandi hversu margir karlar voru án atvinnu en nú er kynjahlutfall atvinnulausra svo til jafnt. Flestir eru nú atvinnulausir á Fljótsdalshéraði og næstflestir í Fjarðabyggð.

atvinnuleit_vefur_3.jpg

Saltstorkinn Austurgluggi

Austurglugginn er að þessu sinni helgaður sjómönnum, enda sjómannadagurinn á morgun og mikið um að vera í sjávarplássum um helgina. Meðal efnis eru umfjallanir um fyrirhugaða fyrningarleið stjórnvalda og stöðu sjávarútvegsins um þessar mundir, ásamt viðtölum við sjómenn og fleiri sem lifa og hrærast í sjósókninni. Austurglugginn - ferskur og spriklandi - fæst á betri blaðsölustöðum.

sjr_skraut6_vefur.jpg

Úrskurður óbyggðanefndar staðfestur

Héraðsdómur Austurlands hefur staðfest úrskurð óbyggðanefndar um að hluti lands í Krepputungu teljist þjóðlenda. Landeigendur Brúar á Jökuldal kröfðust þess að úrskurður óbyggðanefndar yrði úr gildi felldur og var þeirri kröfu hafnað. Taldi Héraðsdómur gögn ekki sýna fram á að umrædd þjóðlenda teldist hluti af Brúarjörðinni. Heimildir um landnám á svæðinu væru ekki nægjanlega skýrar til að unnt væri að fullyrða um það.

krepputunga.jpg

Austurglugginn í austfirsku knattspyrnunni

Nýr Austurgluggi kom út í dag. Auk frétta og annars efnis fylgir blaðinu sérblað um austfirska knattspyrnusumarið 2009. Þá er í Austurglugganum umfjöllun um hverju austfirsk sveitarfélög gætu staðið frammi fyrir finnist olía á Drekasvæðinu.

Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum og fótboltablaðið liggur frammi á helstu eldsneytissölustöðum fjórðungsins og er ókeypis.

ftbolti.jpg

Fullt af fótbolta í kvöld

Nóg verður um að vera fyrir austfirska knattspyrnuáhugamenn í kvöld. Öll austfirsku karlaliðin spila, þar af þrjú þeirra á heimavelli.

 

Lesa meira

Austurglugginn fluttur á Búðareyri

Austurglugginn hefur flutt skrifstofu sína úr gamla verkalýðshúsinu við Brekkugötu á Reyðarfirði yfir á Búðareyri 7, 2. hæð. Er lesendum blaðsins og öðrum velunnurum þess velkomið að líta þar við til skrafs og ráðagerða.

agl_vefur_lti.jpg

Lesa meira

Dómar vegna ofbeldisbrota

Héraðsdómur Austurlands kvað í gær upp þrjá dóma vegna ofbeldisbrota. Átján ára karlmaður var dæmdur í eins mánaðar langt skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, en hann sló annan mann hnefahöggi í andlitið á veitingastaðnum Café Kósý á Reyðarfirði í marsmánuði, með þeim afleiðingum að brotaþoli nefbrotnaði og hlaut glóðarauga á vinstra auga. Auk skilorðsbundins fangelsisdóms var ákærða gert að greiða sakarkostnað, tæpar 19.000 krónur. Héraðsdómur dæmdi einnig karlmann um tvítugt í eins og hálfs mánaðar langt skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og brot gegn valdstjórninni sem framin voru í nóvember. Maðurinn veittist að manni á skemmtistaðnum Dátanum á Akureyri og veitti hnefahögg, með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut áverka í andliti. Þá sparkaði maðurinn niður lögreglumann sem hafði afskipti af honum vegna fyrrgreinds atviks fyrir utan skemmtistaðinn. Þá dæmdi Héraðsdómur Austurlands sautján ára stúlku fyrir líkamsárás, en ákvörðun refsingar var frestað vegna ungs aldur stúlkunnar og hreins sakavottorðs. Hin ákærða réðst á konu á skemmtistaðnum Egilsbúð í Neskaupstað í febrúar, en þá var hin ákærða sextán ára gömul. Hún sló konuna hnefahögg í andlitið og nokkur högg í höfuðið, með þeim afleiðingum að sú hlaut glóðarauga á báðum augum og bólgur í andliti og höfði. Auk dómsins var ákærðu gert að greiða sakarkostnað, tæplega 106.000 krónur.

600-00911566minni.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.