Orkuöflun á krepputímum

Leiðari Austurgluggans 9. október 2009: 

Ég gerði dálitla tilraun tilraun á sjálfri mér á dögunum. Það var í þann mund sem byrjað var á ný að tala um stjórnarkreppu í kjölfar afsagnar Ögmundar og stjórnarandstaða gömlu flokkanna galaði eins og hani á haug um getuleysi og óstjórn ríkisstjórnarinnar.

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Þegar stórt er spurt

Leiðari Austurgluggans 18. september 2009:

 

Eitt höfuðmein okkar hér á Austurlandi er að mínu áliti ósamlyndi. Hér ríkja of víða styrjaldir; smáar í sniðum að vísu, en eigi að síður skæðar. Þær fara fram í bakherbergjum, eldhúskrókum, stjórnsýsluskrifstofum, í búningsherbergjum íþróttahúsa, á vinnustöðum, milli hreppa og sjoppum. Meðal annars.

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Tveir vinnustaðasálfræðingar ræða við starfsfólk HSA

Vinnustaðasálfræðingarnir Þórkatla Aðalsteinsdóttir og Einar Gylfi Jónsson eru nú að tilhlutan heilbrigðisráðuneytis á Austurlandi til að kanna stöðu mála hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA. Fjarðabyggð ályktaði fyrir skömmu um að gera þyrfti hlutlausa úttekt á heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu og eru þetta viðbrögð ráðuneytisins við ályktuninni. Þórkatla og Einar Gylfi ræða í þessari fyrstu lotu m.a. við lykilstarfsmenn HSA til að fá mynd af því sem verið hefur í gangi innan vébanda stofnunarinnar, þ.á.m. vegna mála yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar.

hsa.jpg

Við höfum fyrr beðið

Leiðari Austurgluggans 2. október 2009: 

Fólki brá í brún þegar fréttist af því að ekki yrðu veitt sérleyfi til rannsókna og vinnslu olíu og gass á Drekasvæðinu í ár. Þó menn hér hafi ekki beinlínis haft olíuglýju í augunum vegna Drekans, voru bundnar heilmiklar vonir við að uppbygging vegna rannsókna og undirbúnings setti mark sitt á Vopnafjörð og Langanesið í fyrirsjáanlegri framtíð.

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Um bóklæsi og orðanna hljóðan

Leiðari Austurgluggans 4. september 2009:

 

Austurglugginn tekur með mikilli ánægju þátt í verkefni Sameinuðu þjóðanna sem helgað er læsi. Þær hafa allt frá árinu 1965 tileinkað 8. september læsi, þ.e. ritun, tali, lestri og hlustun.

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Útsendingar svæðisstöðva á Norðurlandi og Austurlandi sameinaðar

Ákveðið hefur verið að sameina útsendingar svæðisstöðva Ríkisútvarpsins á Norðurlandi og Austurlandi. Nýr frétta- og dægurmálaþáttur hefur göngu sína þriðjudaginn 24. nóvember, sendur út á svæðinu frá Hrútafirði til Hornafjarðar. Útsendingin lengist frá því sem nú er og verður frá kl. 17:20 til 18:00, mánudaga til föstudaga. Það þýðir að nú bætast mánudagar við svæðisútsendingar á Austurlandi.

ruv1.jpg

Lesa meira

Veldur sá er á heldur

Leiðari Austurgluggans 25. september 2009:

 

Samband sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, heldur aðalfund sinn í dag og á morgun á Seyðisfirði. Þyngst  áhersla verður að þessu sinni lögð á sóknaráætlun fyrir Austurland. Á laugardagsmorgun verða  fyrirlestrar undir kjörorðinu Austurland í sókn, og fjalla þeir meðal annars um ferða, menningar- og þekkingmál.

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Í ökkla og eyra - samfélag í vanda

Leiðari Austurgluggans 4. september 2009:

 

Íslenska þjóðfélagið er undarlegt. Við lifum bæði í skít og skömm og í vellystingum praktuglega. Og hvernig getur staðið á því?

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Straumhvörf í hreindýrarannsóknum

Lengi hefur verið talið út frá nokkrum árlegum punktmælingum að sex til átta meginhjarðir hreindýra, alls um sex þúsund dýr, haldi sig fyrst og fremst á níu meginsvæðum sem spanni Austurland frá norðri til suðurs. Nú eru að koma fram sterkar vísbendingar um að hreindýrin fari mun meira á milli svæða en áður var haldið. Þessar upplýsingar gætu komið til með að hafa umtalsverð áhrif á stærð veiðikvóta og arð af hreindýraveiðum í framtíðinni, en þar eru miklir hagsmunir í húfi fyrir Austfirðinga og eiga eftir að vaxa.

hreindr.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.