AFL afhendir ekki samningsumboð félaga innan sinna vébanda

afl_starfsgreinaflag_2.jpgAFL starfsgreinafélag ætlar ekki að afhenda Starfsgreinafélagi Íslands samningsumboð félaga sinna vegna kjarasamninga launanefndar sveitarfélaga, eins og venja hefur verið. AFL er nú þriðja fjölmennasta verkalýðsfélag landsins.

Lesa meira

Hrakfarir blakmeistara

Bikarmeisturum Þróttar mistókst um helgina að tryggja sér sæti í undanúrslitum kvenna í blaki. Liðið á enn von en byrjaði vörnina illa í forkeppninni um helgina. Körfuknattleikslið Hattar tapaði fyrsta leik vetrarins.

 

Lesa meira

AFL hlaut Símenntarverðlaun

AFL starfsgreinafélag hlaut nýverið Símenntarverðlaun Þekkingarnets Asutrulands árið 2008 fyrir markvissa endurmenntunarstefnu félagsmanna sinna. Félagið hefur boðið upp á fjölda námskeiða fyrir félagsmanna og hvatt þá til að afla sér frekari menntunar.

Tíu prósenta aflasamdráttur í september

Afli í austfirskum löndunarhöfnum minnkaði um tíu prósent í september samanborið við sama mánuð í fyrra. Alls var landað 15.419 tonnum á Austfjörðum, samanborið við 17.222 tonn í fyrra samkvæmt tölum frá Hagstofunni.

 

Lesa meira

Sveitarfélög

Fréttir af vefum sveitarfélaga á austurlandi.

Tugmilljóna gjaldþrot Tærgesen og Dúkáss

Skiptum á búi Tærgesen ehf., sem áður rak gistiheimilið Tærgesen á Reyðarfirði, er lokið. Lýstar kröfur í búið voru 87,5 milljónir en ekkert fékkst upp í þær.

 

Lesa meira

Vilja sömu reglur fyrir alla

AFL starfsgreinafélag vill að félagsmenn þess sem missi vinnuna vegna gjaldþrota fyrirtækja njóti sömu réttinda og starfsmenn þeirra banka sem orðið hafa gjaldþrota.Vernd ríkissjóðs gagnvart bankastarfsmönnum sé talsvert frábrugðin því sem til þessa hafi viðgengist á vinnumarkaði.

 

Lesa meira

Eitt Austurland?

Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað stæðu upp úr ef öll sveitarfélög á Austurlandi yrðu sameinuð í eitt. Líklegast er að miðstöð stjórnsýslunnar yrði skipt milli þeirra eða sett í það stærra, Fjarðabyggð. Þetta kom fram í máli Grétars Þórs Eyþórssonar, prófessors við Háskólann á Akureyri, sem hélt fyrirlestur á þingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um mögulegt eitt stórt sameinað sveitarfélag á Austurlandi.

 

Lesa meira

Bloggarar allir

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.