Land er undirstaða fullveldis

Nýlega var dreift á Alþingi frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á lögum sem varða eignarráð og nýtingu fast- og jarðeigna. Frumvarpið er að mínu viti eitt hið mikilvægasta sem þessi ríkisstjórn hefur boðað. Það er vegna þess að eignarhald á landi er svo geysilega mikilvægt og hefur áhrif áratugi fram í tímann. Að sama skapi gæti það orðið afdrifaríkt til lengri tíma að leyfa núverandi ástandi að viðhaldast.

Lesa meira

Eyja guðanna hefur nýtt ár á krossgötum

Nýársdagur var á Balí í gær í samræmi við Saka dagatalið sem er annað tveggja dagatala sem stuðst er við á Eyju guðanna eins og Balí er jafnan kölluð, en hindúar eru í miklum meirihluta af rúmum fjórum milljónum íbúa eyjarinnar. Alla jafnan eru dagarnir fyrir nýársdag undirlagðir af trúarlegum hátíðarhöldum en í ár kveður við annan tón. Í kjölfar Covid-19 var dregið verulega úr öllum slíkum hátíðarhöldum þótt að héraðsstjórnin á Balí hafi heimilað bænasamkomur.

Lesa meira

Kennarar eru ekki í fríi

Horfðuð þið á Kastljós í gær 19. mars? Ég er svo yfirmáta hneyksluð á þáttarstjórnanda sem hélt því ítrekað fram að framhaldsskólakennarar væru í fríi. Menntamálaráðherra reyndi að leiðrétta þetta en hefði mátt bregðast harðar við þessum ósannindum.

Lesa meira

Fjárfestum í flugvöllum

Nú þegar aðeins er boðið upp á eitt flug á dag milli Egilsstaða og Reykjavíkur og flugumferð í heiminum dregst saman dag frá degi, skýtur kannski skökku við að skrifa um flugvelli.

Lesa meira

Tækifærin í tímabundnu ástandi

Þetta eru óvenjulegustu tímar sem ég hef upplifað í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Austurbrúar. Já, sennilega mætti taka dýpra í árinni og segja að þetta séu einfaldlega óvenjulegustu dagar sem maður hefur upplifað sem manneskja og þátttakandi í samfélaginu.

Lesa meira

Kosningum frestað

Í ljósi fordæmalausra aðstæðna í samfélaginu vegna útbreiðslu kórónaveirunnar COVID – 19 og samkomubanns sem tók gildi 16. mars er fyrirsjáanlegt að fyrirhuguðum sveitarstjórnarkosningum sem fram áttu að fara 18. apríl verði frestað. Verður það gert m.a. að höfðu samráði við Ríkislögreglustjóra og Sóttvarnalækni og er skiljanlegt nú þegar neyðarstig almannavarna er í gildi og mikil óvissa ríkir um framhaldið.

Lesa meira

Heilræði um farsóttarkvíða

Þessa dagana glíma margir við erfiðar tilfinningar á borð við kvíða og depurð. Það er afar skiljanlegt í ljósi þess að ástandið er bæði kvíðvænlegt og dapurlegt. Slíkar tilfinningar eru því alls ekki óeðlilegar og í raun eru þær nánast óhjákvæmilegar.

Lesa meira

Til íbúa Fjarðabyggðar um stöðu mála vegna COVID-19

Frá því á föstudag og alla helgina hafa starfsmenn Fjarðabyggðar unnið að því hörðum höndum að undirbúa viðbrögð vegna samkomubannsins sem gekk í gildi um miðnætti. Það hefur verið afar gott að finna þá miklu samstöðu sem einkennt hefur þá vinnu, og hve fórnfúst starfsfólk hefur verið við að leggja fram vinnu sína við undirbúninginn. Mig langar að færa öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg undanfarna daga mínar bestu þakkir.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.