Um aðstæður fyrir göng undir Fjarðarheiði

Þann 12. febrúar birtist á Austurfrétt frétt þar sem sagt frá fundi um samgöngumál á Eskifirði. Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur flutti þar erindi og er m.a. haft eftir honum að hann óttist að aðstæður til jarðgangagerðar undir Fjarðarheiði geti um margt verið líkar aðstæðum í Vaðlaheiði. Þetta kemur á óvart, flestir sem hafa skoðað aðstæður, telja að mikil líkindi sé með aðstæðum fyrir Norðfjarðargöng og Fjarðarheiðargöng.

Lesa meira

Í tilefni af Degi leikskólans

Þann 6. febrúar er haldinn hátíðlegur Dagur Leikskólans í leikskólum út um land allt og er í ár 13. skiptið sem þessum degi er fagnað með formlegum hætti.

Lesa meira

Elsti jólasveinninn í Bjólfinum útbrunninn og lagður inn á dvalarheimili

Nú þegar jólasveinarnir eru farnir til sinna heimkynna eftir að hafa glatt börn og fjölskyldur um jólin berast fréttir um að einn elsti Jólasveinninn í Bjólfinum á Seyðisfirði verði lagður inn á dvalarheimili í Jólasveinalandi. Hann mun því ekki sjást oftar á Seyðisfirði eða í nærliggjandi byggðarlögum.

Lesa meira

Af einkavæðingu í orkugeiranum og virkjunar á vatnasviði Geitdalsár

Raforka er ein grundvallar undirstaða nútíma samfélags og er því mikilvægt að vandað sé til skipulagsvinnu og ákvarðana sem að málaflokkinum lúta þannig að þær séu trúverðugar og hafnar yfir gagnrýni. Það má færa nokkuð sterk rök gegn ágæti einkavæðingar innan orkugeirans og er helsta ástæðan fyrir því regluverkið sem er ætlað að gæta eignarhalds félaga í orkuvinnslu. Lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri kveða á um að utan íslenskra ríkisborgara og lögaðila sé aðeins ríkisborgurum og lögaðilum innan Evrópska Efnahagssvæðisins (EES) heimilt að eiga virkjunarréttindi vatnsfalla og jarðhita til annarra nota en heimilis.

Lesa meira

Draumalandið Austurland

Fyrir stuttu skrifaði ég grein: Er byggðastefna á Ísland? Já og ef hún hefði nafn kallaðist hún allir suður. Í þessari grein fer ég yfir framtíðarsýn mína fyrir Austurland.

Lesa meira

Kjörið tækifæri Kristjáns Þórs

Í kjölfar Samherjamálsins hafa komið fram vangaveltur um hæfi sjávarútvegsráðherra til að sinna embætti sínu. Þá má telja líklegt að andstöðu muni gæta við nýja reglugerð um grásleppuveiðar og þá ekki síst hjá smærri útgerðum. Raunar virðist sumum sú reglugerð vera sett fram með það að markmiði að eyðileggja núverandi kerfi svo menn muni taka kvótasetningu hrognkelsis fegins hendi þegar þar að kemur en þar má ljóst þykja að vilji ráðherra liggur. Að þessu sögðu má líka ljóst vera að ráðherra stendur frammi fyrir erfiðri áskorun að sanna fyrir almenningi að þar fari ekki handbendi stórútgerðarinnar. Á Borgarfirði eystri leynist stórgott tækifæri fyrir ráðherra til að gera einmitt það.

Lesa meira

Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu

Ferðaþjónustan á landinu öllu kemur saman árlega á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Sýningin hefur það að markmiði að efla tengsl á milli fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og fyrirtækja allra landshluta auk þess að kynna vel nýjungar á svæðunum og auka sölumöguleika. Þennan frábæra dag er auðvelt að sjá hvers vegna erlendir ferðamenn flykkjast til landsins og hvers vegna áhuginn á Íslandi eykst ár frá ári. Kraftur og sköpunargleði einkennir fólkið í ferðaþjónustu sem sér tækifæri hvert sem litið er. Ótrúlegt er að sjá fjölbreytni og sérstöðu þeirrar þjónustu sem í boði er.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.