Hálendisþjófgarður!

Hugmyndir um stofnun Hálendisþjóðgarðs

Tillögur um Hálendisþjóðgarð gera ráð fyrir að allt land sem telst þjóðlendur og liggur innan miðhálendislínu verði gert að þjóðgarði. Uppruna miðhálendislínu er að rekja til gerðar svæðisskipulags miðhálendisins sem unnið var á 10. áratug síðustu aldar, en á sama tíma voru sett niður sveitarfélagamörk á hálendinu.

Lesa meira

Íbúafundur um framtíðarsýn í uppbyggingu innviða á Reyðarfirði

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur boðað til íbúafundar í Grunnskólanum á Reyðarfirði þriðjudaginn 3. mars nk. þar sem ætlunin er að ræða um framtíðarsýn í uppbyggingu innviða á Reyðarfirði. Fundurinn er settur upp sem hugarflugsfundur þar sem íbúar Reyðarfjarðar setjast niður, ræða forgangsröðun og móta tillögur sem síðan nýtast nefndum sveitarfélagsins og bæjarstjórn til ákvarðanatöku. Fundarstjóri á fundinum verður Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarfræðingur.

Lesa meira

Ekki sama VA og séra MR?

Síðastliðið föstudagskvöld kom upp atvik í Gettu-betur spurningakeppni framhaldsskólanna á RÚV þar sem MR og Kvennaskólinn kepptu í 8-liða úrslitum. Eftir að keppni lauk komu upp ásakanir um að liðsmönnum MR hefði verið leiðbeint úr salnum af þjálfara sínum þannig að þeir breyttu svari sínu úr röngu í rétt og stigið sem tryggði þeim 25-24 sigur.

Lesa meira

Um innviðauppbyggingu

Innviðauppbygging er orð sem kemur reglulega upp þegar farið er á vef Stjórnarráðs Íslands. Orðið innviðauppbygging og markmiðin sem því fylgja eru mikilvæg og ættu að hafa mikla tengingu við samfélögin vítt og breitt um landið.

Lesa meira

Var þetta bara misskilningur?

Þann 20.febrúar 2020 fylgdust margir íbúar með bæjarstjórnarfundi í Fjarðabyggð, ýmist á bæjarskrifstofunni eða í beinni útsendingu á netinu. Á fundinum var lögð fram bókun bæjarstjórnar þar sem fram kom meðal annars að bæjarfulltrúar væru sammála um að tryggja sundkennslu nemenda á Reyðarfirði fyrir vorönnina 2020. Þá var bókað að áætlað er að halda íbúafund á Reyðarfirði þann 5. mars nk. þar sem vinna skuli að uppbyggingu og framtíðarsýn íþróttamannvirkja á Reyðarfirði og þar á sérstaklega að horfa til aðstöðu til sundkennslu.

Lesa meira

Atlaga að öflugu fjölskyldusamfélagi á Reyðarfirði

Skólasund hefur farið fram til fjölda ára í innisundlaug á Reyðarfirði en sundlaugin er staðsett í íþróttahúsinu sem stendur við grunnskólann. Skipulagi sundkennslu hefur verið raðað á 8 vikur á haustin og vorin. Yfir veturinn er sett gólf yfir laugina og þar stundaðar skólaíþróttir sem og íþróttir utan skóla.

Lesa meira

Stærðfræðilæsi og lesskilningur

Sagði einhver Pisa-könnun. Er það ekki eitthvað sem lagt er fyrir ungt fólk á mótum þess að vera unglingar og börn, frekar en þar sem unglingar mæta hinum fullorðnu.

Lesa meira

Um mögulega Geitdalsárvirkjun

Hér á Austurfrétt var nýlega birt grein um mögulega virkjun Geitdalsár. Greinarhöfundur virðist andsnúinn hugmyndum um virkjunina og jafnframt þátttöku einkaaðila í raforkuframleiðslu. Gott og vel. Í greininni er hins vegar að finna aragrúa rangfærslna og aðdróttana sem snúa að fyrirtækinu Arctic Hydro og verkefninu. Helstu rangfærslur greinarinnar verða hér leiðréttar í þágu heilbrigðrar umræðu um málefnið.

Lesa meira

Ágæti sveitungi: Hugleiðingar í aðdraganda kosninga.

Borgarstefnan

Það hefur um langt árabil verið rekin borgarstefna í þessu landi, þar sem öll þjónusta fyrir landsbyggðina hefur smásaman sogast til höfuðborgarsvæðisins og ríkis- og þjónustufyrirtæki á þessarri sömu landsbyggð meira og minna útibú að sunnan, ef þau eru á annað borð. Ástæðan hefur jafnan verið tilgreind að þar sé markaðurinn, þar sé fjöldinn, þar sé stjórnsýslan og þar sé bolmagnið til að halda úti fyrirtækjum og þjónustu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.