Börn í blindhæðarússíbana - daglegar ferðir í boði
Stundum er gott að horfa á hlutina úr svolítilli fjarlægð og fá annað sjónarhorn en það sem blasir við þegar maður er sjálfur að garfast í hlutunum.Í gær sat ég heima og horfði á bæjarstjórnarfund í Fjarðabyggð af því að ég komst ekki á hann sjálf. Fundurinn var óvenjulangur og strangur. Þar var aðallega tekist á um eitt mál; þá tillögu meirihlutans að loka hálfum grunnskólanum á Stöðvarfirði og keyra nemendur á Fáskrúðsfjörð.