Árið 2012 þegar við vorum nýtekin við stjórn Bsv Héraðs og enginn peningur var til í kassanum kom Nikulás Bragason með grein úr Morgunblaðinu og sagði mér að við yrðum að sækja um styrk. Blaðagreinin fjallaði um styrktarsjóð ISAVIA sem átti að úthluta úr til björgunarsveita í nágrenni flugvalla. Umsókn átti að skila inn í febrúar með kostnaðaráætlun um hvað ætti að nota peninginn í. Nikulás var með hugmynd að kerru með búnaði sem hægt væri að nota í hópslysum, atburðum þar sem væru margir slasaðir.
Miðbærinn á Egilsstöðum er ekkert augnayndi, við verðum bara að viðurkenna það. Hann bíður fólk ekki beint velkomið upp á að slappa af í honum, rölta um í rólegheitum, setjast niður og fá sér kaffi eða öl.
Í kjölfar örlítillar umræðu sem hefur skapast á vefkimum Austurfréttar um hversu óáhugaverðir Egilsstaðir eru sem stoppistöð ferðamanna, þá vil ég kasta fram ódýrri og sniðugri lausn á„viðveruhallæri" því sem við eigum við að glíma í sambandi okkar við innlenda og erlenda ferðamenn á Austurlandi.
Þann 12. apríl síðastliðin voru 230 ár liðin frá fæðingu Hans Jónatans, bónda í Borgargarði á Djúpavogi og fyrst blakka hælisleitandans og í október í haust kemur „ævisagan" hans á prent hjá Máli og menningu, samin af Gísla Pálssyni mannfræðingi.
Yfir sumartímann margfaldast fjöldi gesta sem heimsækja okkur. Vegamótin sem liggja í gegnum Egilsstaði eru sögð ein þau fjölförnustu á öllu Austurlandi. Vegagerðin áætlar að hátt í 2.000 bílar fari yfir gatnamótin á dag þegar mest lætur yfir sumartímann. Til gamans má geta að á góðum janúardegi er umferðin um 200 bílar (heimild: vegagerdin.is).
Það er ekki hægt að segja annað að lífið sé stundum hreint alveg óútreiknanlegt. Ef einhver hefði sagt við mig fyrir ári síðan að ég ætti eftir að flytja í sveit og gerast fjárbóndi hefði ég bara hlegið, glætan, ég!
Laugardaginn 30. ágúst hélt Breiðdalssetur málþingið „Í fótspor Walkers" í minningu og til heiðurs Georg Walker jarðfræðingi, sem var heimsfrægur vísindamaður og m.a. frumkvöðull í rannsóknum á jarðfræði Austurlands. Rannsóknir hans hér eystra hófust 1954 og stóðu fram á miðjan sjöunda áratuginn. Stór hluti arfleifðar hans er varðveittur í Breiðdalssetri og er það starfseminni ómetanlegt.
Ég hef aldrei eitt eins miklum tíma í eldhúsinu eins og ég hef gert síðan ég kom í sveitina. Hér á Vaðbrekku skellir maður sér ekkert á KFC, Bæjarins bestu, Búlluna eða á Sushi train eins og maður gerði gjarnan í Reykjavík.
Í Vélasafninu við Ásbryggju á Vopnafirði stendur yfir sýning út þessa viku. Yfirskrift sýningarinnar er „Yfir hrundi askan dimm", hún byggir á meistaraverkefni Elsu Guðnýjar Björgvinsdóttur í þjóðfræði sem fjallaði um upplifun Austfirðinga af gosinu í Öskju 1875-. (Austurglugginn 18. júlí.)