HSA málinu lokið í bili: Friður fyrir frekari niðurskurði

hsalogo.gif
Bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð líta svo á að deilum við yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands vegna skýrslu um framtíð stofnunarinnar sé lokið. Þeir telja sig hafa fengið vilyrði fyrir því að ekki sé unnið eftir hugmyndum í skýrslunni og niðurskurðartímabili í austfirskri heilbrigðisþjónustu sé lokið.

Lesa meira

Ekki nóg að kanna lífeyrisréttindin korteri fyrir töku lífeyris

sigurdur_holm_freysson_web.jpg
Stjórn Stapa lífeyrissjóðs boðaði til almenns sjóðsfélagafundar á Reyðarfirði í gærkvöd. Kvöldið áður var sambærilegur fundur á Höfn í Hornafirði og í kvöld verður svo  fundað á Vopnafirði. Tilefni fundanna er nýleg skýrsla um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri Stapa er ánægður með fundina fyrir austan.

Lesa meira

Markaðsstofan vinnur eftir sama verkefnalista og fyrri ár

skuli_bjorn_gunnarsson.jpg
Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af því markaðssetning Austurlands bíði skaða af því þótt hægar gangi að sameina austfirskar stoðstofnanir heldur en vonir stóðu til. Verkefnið á að endanum að skila sterkari, faglegri stofnunum heldur en fyrir voru. Ekki er verið að sameina eingöngu hagræðingarinnar vegna.

Lesa meira

Kárahnjúkavirkjun í hryðjuverkahættu?

karahnjukar.jpg
Mannvirki Kárahnjúkavirkjunar virðast þau íslensku mannvirki sem helst virðast í hættu fyrir hryðjuverkaárásum. Áhættan telst þó fremur lítil. Umferðarslys, sjóslys og náttúruvár eru þeir þættir sem helst ógna öryggi Austfirðinga. Þetta kemur fram í nýju áhættumati Almannavarna sem birt var í vikunni. 

Lesa meira

Elvar Jónsson: Hrepparígur er náskyldur fasisma

elvar_jonsson2.jpg
Elvari Jónssyni, oddvita Fjarðalistans, líkar illa að vera sakaður um að ala á hrepparíg í deilunum sem staðið hafa um Heilbrigðisstofnun Austurlands. Hann segir hrepparíg náskyldan öfgastefnum eins og fasisma.

Lesa meira

Sprengjuhótun hjá Alcoa

alcoa_eldur3_web.jpg
Lögreglunni á Eskifirði barst um miðjan janúar hótun um sprengju hjá Alcoa Fjarðaáli. Fljótlega kom í ljós að um gabb var að ræða. Málið er samt litið alvarlegum augum.

Lesa meira

Er markaðssetning Austurlands í lausu lofti?

saevar_gudjons_fru_mjoeyri.jpg
Ferðaþjónustuaðilum víða á Austurlandi þykir ganga hægt að koma nýrri stoðstofnun austfirskra sveitarfélaga á laggirnar. Þeir óttast að seinagangurinn geti haft slæm áhrif á ferðamannasumarið á Austurlandi þar sem ekki sé nægur kraftur í markaðssetningu svæðisins á lykiltíma. 

Lesa meira

Auknar álögur skaða austfirska ferðaþjónustu

skuli_bjorn_gunnarsson.jpg
Forsvarsmenn Ferðamálasamtaka Austurlands hafa áhyggjur af því að aukin gjöld á ferðalög innanlands hafi neikvæð áhrif á austfirska ferðaþjónustu. Gjöldin tengjast bæði flugi og eldsneyti einkabifreiða.

Lesa meira

Íslandspóstur vill loka póstafgreiðslu á Mjóafirði

mjoifjordur_web.jpg
Íslandspóstur hyggst loka póstafgreiðslu sinni á Mjóafirði í sparnaðarskyni. Of lítil umsvif hafa verið þartil að fyrirtækið telji sig geta haldið úti þjónustunni. Landpóstur á að þjóna Mjófirðingum í staðinn. Bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð segja lokunina enn eitt dæmið um hvernig þjónusta við landsbyggðina sé skert.

Lesa meira

Kynningarfundur um Vakann á morgun

vakinn.jpg

Kynningarfundur verður um Vakann, nýtt gæða- og umhverfiskerfi íslenskrar ferðaþjónustu, á Hótel Hérað á morgun, þriðjudag 6. mars frá klukkan 11:00-13:30.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar