Hitamet um helgina?

solbad_valdi_veturlida.jpg

Ekki er útilokað að sett verði hitamet fyrir marsmánuð um helgina en spáð er hlýju veðri á landinu öllu. Sumarblíða virðist ætla að ríkja á Austurlandi fram á mánudag.

 

Lesa meira

Úr reiðhjólameistara á Eskifirði í Hells Angels

okuleikni_einar_boom_esk_dv_1985.jpg
Einar „Boom“ Marteinsson hefur töluvert í íslenskum fjölmiðlum að undanförnu sem forseti Íslandsdeildar vélhjólagengisins Hells Angels. Einar vakti þó fyrst athygli fyrir afrek í reiðhjólakeppni og íþróttum þegar hann var barn á Eskifirði.

Lesa meira

Iceland Express kynnir beint flug milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar

flug_flugfelagislands_egsflugv.jpg

Iceland Express mun fljúga í þrjár vikur milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar frá og með mánudeginum 13. ágúst. Þetta er liður í vilja félagsins til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni en vikurnar á undan verður einnig flogið milli Akureyrar og Kaupmannahafnar.

 

Lesa meira

Opnir fundir um Evrópumál

esb_fani.jpg
Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, efnir til opinna funda um Evrópumál á Austurlandi dagana 13.og 14. mars.
 

Lesa meira

Tuttugu tíma barátta fyrir lífi hunds: Hvernig er þjónusta við dýraeigendur á Austurlandi?

hundur.jpg
Fleiri tíma getur tekið að ná í dýralækna á Austurlandi í bráðatilfellum. Tækjabúnaður þeirra er að auki af skornum skammti. Austfirskur hundaeigandi spyr hvernig hægt sé að bæta dýralæknaþjónustu á landsbyggðinni þannig aðrir þurfi ekki að ganga í gegnum það sem hann reyndi í lok síðasta árs.

Lesa meira

Afbrotunum fjölgar fljótt ef gengin skjóta rótum

outlaws_logo.jpg
Egilsstaðir eru næsti áfangastaður vélhjólagengja á Íslandi. Staðurinn er vel staðsettur gagnvart flutningaleiðum inn í landið. Lögreglan leggur allt kapp á að ekki takist að setja upp slíkan hóp þar.

Lesa meira

250 milljóna hagnaður hjá Vopnafjarðarhreppi í fyrra

vopnafjordur.jpg

Rúmlega 250 milljóna króna hagnaður varð hjá Vopnafjarðarhreppi í fyrra. Miklu munar þar um hagnað af sölu hlutabréfa í HB Granda. Sá hagnaður nýttist einnig til að greiða niður lán sveitarfélagsins.

 

Lesa meira

START og Goðar eru engin glæpasamtök

velhjol_fdherad_mars12_web.jpg
Þau tvö vélíþróttafélög sem starfa á Egilsstöðum, Akstursíþróttafélagið Starf og Bifhjólaklúbburinn Goðar tengjast ekki skipulagðri glæpastarfsemi. Þau vinna þvert á móti því að skipulögð glæpastarfsemi skjóti rótum á svæðinu undir fölsku flaggi. Lögreglan óttast að Egilsstaðir séu næsti áfangastaður skipulagðrar glæpastarfsemi mótorhjólagengja.

Lesa meira

Aðeins eldri kindum slátrað í Merki

lomb.jpg
Aðeins kindum fimm vetra og eldri verður lógað á bænum Merki á Jökuldal í fyrstu þar sem sérstakt afbrigði af riðu greindist nýlega, samkvæmt tillögum yfirdýralæknis. Ítarlega verður fylgst með stofninum og sýni úr kindunum greind. 

Lesa meira

Enn ekkert ákveðið um niðurskurð í Merki

lomb.jpg
Landbúnaðaryfirvöld hafa ekki enn tekið neina ákvörðun um framtíð fjár á bænum Merki á Jökuldal þar sem riða af NOR98 stofni greindist í síðasta mánuði. Yfirdýralæknir segir unnið eins hratt og hægt er.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.