HM í fótbolta hægði á ferðamönnum

hengifoss.jpgStærstu leikir heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í sumar höfðu merkjanleg áhrif á ferðamannastraum um Austurland. Straumurinn virðist nokkuð stöðugur fram í miðjan september.

 

Lesa meira

Sáu fyrst tölur um fækkun starfsmanna á Agl.is

ImageStarfsmenn heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og forstöðumenn þeirra sáu fyrst áætlun heilbrigðisráðuneytisins um fækkun starfsmanna eftir að Agl.is greindi frá henni. Forstöðumenn stofnananna eru ósáttir við samráðsleysi ráðuneytisins við þær.

 

Lesa meira

Djúpavogshreppur í pappírslaus viðskipti

ImageDjúpavogshreppur hyggst frá næstu áramótum stefna að því að draga verulega úr pappírsnotkun. Ýmsar rukkanir verða þannig ekki sendar greiðendum lengur í pósti.

 

Lesa meira

Samningi rift við rekstraraðila Valaskjálfar

valaskjalf_web.jpgSveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur rift samningi við núverandi rekstraraðila félagsheimilsins Valaskjálfar. Auglýst verður eftir nýjum aðila innan skamms.

 

Lesa meira

Viðgerð á læknisbústað ekki greidd af HSA

ImageHeilbrigðisstofnun Austurlands greiðir ekki fyrir viðgerð á læknisbústaðnum á Vopnafirði heldur Fasteignir ríkissjóðs. Smiðir eru þar á störfum á meðan læknirinn tekur út samningsbundið námsfrí.

 

Lesa meira

Næst flest störf skorin af HSA

gudbjartur_hannesson.jpgGert er ráð fyrir að starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Austurlands fækki um 78 gangi niðurskurðartillögur heilbrigðisráðherra eftir. Starfsmönnum stofnunarinnar fækkar þannig um fimmtung. Aðeins ein heilbrigðisstofnun þarf að segja upp fleiri starfsmönnum.

 

Lesa meira

Lokun Sundabúðar: Hart vegið að samfélaginu

ImageUndirskriftarsöfnun er farin af stað á Vopnafirði til að mótmæla fyrirhugaðri lokun hjúkrunarheimilisins Sundabúðar. Oddviti hreppsnefndar segir starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins og þingmenn Norðausturkjördæmi sammála um að lokunin megi ekki verða að veruleika.

 

Lesa meira

Ráðuneytið: Gróf nálgun á ætlaða fækkun starfa

ImageSömu forsendum var beitt fyrir allar heilbrigðisstofnanir þegar reiknuð voru út þau störf sem tapast geta við niðurskurð á framlögum ríkisins til stofnananna. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins segir útreikningana fela í sér grófa nálgun á ætlaðri fækkun starfa. Tölurnar voru ekki bornar undir forstöðumenn heilbrigðisstofnana áður en þær voru birtar og komu mörgum í opna skjöldu.

 

Lesa meira

Sex Austfirðingar bjóða sig fram til stjórnlagaþings

Sex Austfirðingar bjóða sig fram til stjórnlagaþings, en kosið verður laugardaginn 27. nóvember. Frambjóðendurnir koma af Fljótsdalshéraði, frá Seyðisfirði og úr Fljótsdalshreppi. Austfirskur tölvunarfræðingur hefur skrifað leitarvél sem hjálpar kjósendum til að gera upp hug sinn.

 

Lesa meira

Seyðfirðingar: Við erum lifandi fólk með blóð í æðum

sfk_motmaelafundur_nov11_hsa_web.jpgSeyðfirðingar hvetja þingmenn til að endurskoða áætlanir um niðurskurð í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Jafnframt styðja þeir baráttu Vopnfirðinga gegn lokun hjúkrunarheimilisins Sundabúðar.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar