Náttúrufræðingurinn Helgi Hallgrímsson segir meira hugsað um ferðamenn
heldur en náttúruna í Vatnajökulsþjóðgarði. Gestastofan á Skriðuklaustri
er til marks um það. Öfgahópar í báðar áttir geri það að verkum að
náttúruvernd á Íslandi hafi ekki verið jafn illa stödd í áratugi.
Síldarvinnslan hf. hlaut í ár Varðbergið, forvarnaverðlaun
Tryggingamiðstöðvarinnar (TM). Verðlaunin, sem veitt hafa verið frá
árinu 1999, eru veitt þeim viðskiptavini TM sem þykir skara fram úr á
sviði forvarna gegn óhöppum os slysum.
Hálfdán Björnsson frá Kvískerjum varð um helgina fyrstur til að hljóta
Bláklukkuna, viðurkenningu Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST),
sem veitt er fyrir störf í þágu náttúruvísinda og náttúruverndar á
Austurlandi. Hálfdán hefur verið einn fremsti fræðimaður Íslands í
fugal- og skordýrafræðum þrátt fyrir að hafa aðeins hlotið takmarkaða
menntun.
Niðurstaðna úr mælingum á magni díoxíns í jarðvegi við álverið í
Reyðarfirði er að vænta seinni part júnímánaðar. Sýnataka hefur staðið
yfir seinustu tvær vikur víða um land í átaki Umhverfisstofnunar.
Snjó fór að kyngja niður víða á Austurlandi, einkum inn til landsins,
upp úr hádegi í dag. Heldur dró úr úrkomunni undir kvöld en vetrarlegt
er víða um að litast.
Bleikjuveiði hefur minnkað í Lagarfljóti eftir að Kárahnjúkavirkjun kom
til skjalanna. Vísbendingar eru um að auknu gruggi í fljótinu sé um að
kenna. Annars staðar hafa myndast nýjar veiðilendur með í kjölfar
vatnaflutninga.
Hópur áhugamanna á Seyðisfirði hefur hrundið af stað söfnun fyrir
stofnfé álkaplaverksmiðju. Seyðfirðingar eru óánægðir með framtaksleysi
Framtakssjóðs Íslands sem ekki vildi styðja við uppbyggingu
verksmiðjunnar.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar mótmælir báðum frumvörpum sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra um breytingar á kvótakerfinu. Hún lýsir áhyggjum
sínum af áhrifum þess á atvinnulíf í sveitarfélaginu.
Hlauparnir í áheitahlaupinu „Meðan fæturnir bera mig“ komu í Egilsstaði í dag í slyddu og roki. Austfirðingar hafa tekið vel á móti hópnum og hlaupið með á nokkrum köflum. Hlaupið er til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna hringinn í kringum landið.
Aflaheimildir í Fjarðabyggð munu skerðast um rúm þrettán þúsund
þorskígildistonn á ári miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar um
breytingar á kvótakerfinu. Eitt hundrað störf gætu tapast úr
fjórðungnum. Útvegsmenn vilja að stjórnvöld setjist niður með þeim sem
hagsmuna eiga að gæta í greininni og finni sameiginlega lausn.
Humarvertíðin hófst 10. apríl og er leyfilegt að veiða 2300 tonn en
vertíðin stendur fram á haust. Kvóti Skinneyjar Þinganess á Höfn í
Hornafirði er um 650 tonn og segir Ásgeir Gunnarsson útgerðarstjóri að
veiðarnar hafi gengið vel til þessa.