Björn Ingimarsson, formaður stjórnar Brunavarna á Austurlandi, segir að næstu skref í úrbótum hjá slökkviliðinu verði stigin í samvinnu við Mannvirkjastofnun. Stofnunin gerir margvíslegar athugasemdir við aðbúnað slökkviliðsins í nýrri úttekt.
Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði hefur tvívegis verið kölluð vegna ferðalanga í vandræðum á fjallvegum það sem af er vikunni. Færð á vegum endurspeglar að haustið er komið.
Mannvirkjastofnun gerir margvíslegar athugasemdir við aðbúnað Brunavarna á Austurlandi í nýrri skýrslu. Meðal annars er talið hæpið að nægt vatn sé til staðar í slökkvistarf í þremur austfirskum þéttbýlisstöðum.
Gerðar eru margvíslegar athugasemdir við mönnun og menntun hjá Brunavörnum á Austurlandi í nýrri úttektarskýrslu Mannvirkjastofnunar. Slökkvistjórinn telur framsetningu stofnunarinnar á stöðunni í skýrslunni óheppilega.
Þórunn Egilsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins frá Vopnafirði, segir að staldra verði við samgöngumálum og hugsa hvert stefni og fyrir hverja uppbygging í vegakerfinu sé ætluð.
Forsvarsmenn Síldarvinnslunnar óttast að rafvæðing fiskimjölsverksmiðja í hættu þar sem þær geti ekki reitt sig á orku af markaði. Forstjóri Landsvirkjunar segir orkuna til staðar nú en samningana vanti.
Mannvirkjastofnun gerir athugasemd við að ekki liggi fyrir brunavarnaáætlun fyrir Brunavarnir á Austurlandi. Hún hefur verið í smíðum frá því að slökkviliðið var stofnað í byrjun árs 2007. Eldvarnaeftirliti er einnig talið ábótavant.
Skipin Lundey NS og Bjarni Ólafsson komu í gærkvöldi með fyrstu farmana af sumargotssíld til Austfjarða. Veiðarnar fara hægt af stað en aflinn náðist að mestu á Jökuldjúpinu vestur af landinu.
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, telur að niðurskurður í starfsemi RÚV hafi bitnað of harkalega á starfsemi þess á landsbyggðinni á undanförnum árum. Mikil vinna hafi verið lögð í að snúa við rekstrinum undanfarið ár en um leið leitast við að verja dagskrárgerðina.
Fyrirtækið Iceland Resources hefur fengið leyfi til að leita að gulli og kopar í Vopnafjarðarhreppi. Fleiri svæði á Austurlandi gætu innihaldið góðmálma.