Þrír voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað eftir alvarlegt umferðarslys fyrir botni Eskifjarðar í morgun þar sem tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman.
Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gengið frá kaupum á danska uppsjávarveiðiskipinu Gitte Henning sem verður nýr Beitir NK. Núverandi Beitir gengur upp í kaupin.
Fulltrúar Mannvirkjastofnunar koma austur innan til tíðar til að ræða málefni Brunavarna á Austurlandi. Margvíslegar athugasemdir komu fram við aðbúnað slökkviliðsins í úttekt stofnunarinnar. Forstjórinn segir engin stórtæk úrlausnarefni bíða en þó þurfi formlega að klára málin.
Arnaldur Máni Finnsson hefur verið ráðinn í starf frétta- og dagskrárgerðarmanns hjá Ríkisútvarpinu á Austurlandi. Hann kemur til starfa um miðjan nóvember við hlið Rúnars Snæs Reynissonar sem unnið hefur fyrir RÚV í fjórðungnum undanfarin ár.
Fljótsdalshérað er talið eitt verst stadda sveitarfélag landsins í nýrri úttekt tímaritsins Vísbendingar á draumasveitarfélaginu. Úttektin byggist einkum á tölum úr ársreikningum.
Gestir sem heimsækja Austurland heim nefna Egilsstaði sem það neikvæðasta við fjórðunginn. Einkum er horft til þjónustunnar á staðnum. Bæjarfulltrúar á Fljótsdalshéraði telja mikilvægt að þjónustuveitendur axli sína ábyrgð.
Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands í Neskaupstað, hefur verið ráðinn rekstarstjóri Brammer á Austurlandi og hefur störf þar eigi síðar en 1. janúar næstkomandi.
Ellefu einstaklingar sóttu um stöðu skógræktarstjóra en frestur til að sækja um starfið rann út í byrjun vikunnar. Jón Loftsson sem gegnt hefur stöðunni í aldarfjórðung lætur af störfum um áramót.
Átta umsóknir bárust um stöðu minjavarðar Austurlands en umsóknarfrestur rann út í síðustu viku. Minjavörður hefur umsjón og eftirlit með minjum á svæðinu frá Vopnafirði að Djúpavogshreppi.
Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs óttast að tillögur meirihluta fræðslunefndar um sparnað í fræðslumálum feli í sér óásættanlega þjónustuskerðingu. Útlit er fyrir að tillögurnar gangi til baka að hluta. Bæjarfulltrúar meirihlutans segja nefndina hafa unnið gott starf við erfiðar aðstæður.