Skóli og atvinnulíf hafa ekki alveg fundið taktinn í sínu samtali þótt báðir aðilar séu að verða móttækilegri fyrir samstarfi. Tækifæri felast í samstarfi milli ólíkra námsgreina.
Vaskur sonur Svenna Óskars björgunarmanns á Seyðisfirði lét sig ekki muna um að synda út í lón og bjarga listaverki nemanda Listaháskóla Íslands þar sem það hafði oltið um koll.
Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar vonast til að verkfall tónlistarkennara fari að leysast en það hefur staðið í yfir fjórar vikur. Tónlistarkennarar á Austurlandi efndu til mótmælagöngu við bæjarskrifstofur Fjarðabyggðar fyrir bæjarstjórnarfund í gær.
Tónlistarkennarar í Fjarðabyggð hafa boðað til mótmæla við bæjarskrifstofur Fjarðabyggðar í Molanum á Reyðarfirði í dag. Verkfall þeirra hefur nú staðið í fjórar vikur.
Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstöðum á Norður- og Austurlandi og á Vestfjörðum hafa tekið höndum saman um að berjast fyrir annarri gátt fyrir komu ferðamanna til Íslands.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga óskaði eftir skýringum á því að sveitarfélagið Fljótsdalshérað tapaði tæpum 60 milljónum króna á síðasta ári á sama tíma og gert var ráð fyrir hagnaði. Nefndin virðist sátt við þær skýringar sem hún fékk.
Hönnunarverðlaun Íslands 2014 verða afhent í fyrsta skipti í dag. Af 100 tilnefningum valdi dómnefnd fjögur sigurstranglegustu verkin úr hópi þeirra. Eitt þeirra er er verkefnið „Austurlands Designs from Nowhere“
Hægt er að koma blómum og laukum valdra jurta fyrir við valda staði til að verjast ágangi músa eða bjarga lífi þeirra við varasöm svæði. Talsverður músagangur hefur verið á Egilsstöðum að undanförnu.
Tónlistarkennarar í Fjarðabyggð segjast hafa fengið blendin skilaboð frá bæjarstjórn Fjarðabyggðar eftir mótmælagöngu í gær. Þeir segja sveitarfélögin ekki bjóða raunverulegar launahækkanir.
Karna Sigurðardóttir og Pete Collard eru handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2014 fyrir verkið Austurland: Designs From Nowhere. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikshúsins í gær og fengu sigurvegararnir peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 kr.
Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar undirbýr nú úttekt á stöðu árfarvega í sveitarfélaginu. Dæmi eru um að flætt hafi inn í hús í miklum vatnavöxtum í síðustu viku.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent hreppsnefnd Fljótsdalshrepps aðvörun þar sem rekstur sveitarfélagsins þykir ekki standast jafnvægisreglu sveitastjórnalaga. Sveitarstjórnin bendir á óvenju hátt hlutfall afskrifta sem einn af orsakavöldunum.