Íbúar á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði eru þeir Austfirðingar sem
treysta nágrönnum sínum best. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á
samfélagslegum áhrifum stóriðjuframkvæmda á Austurlandi sem kynntar voru
fyrir skemmstu.
Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður svæðisskrifstofu með málefnum fatlaðra
á Austurlandi (SAust) segir að einhverjir starfsmenn þurfi að taka á
sig kjaraskerðingar til að niðurskurður á ríkisframlögum til
stofnunarinnar gangi eftir. Færsla á þjónustu til sveitarfélaga getur
skapað hagræðingu.
Veiðitímabil á rjúpu hefst föstudaginn 29. október nk. og stendur til sunnudagsins 5. desember. Á tímabilinu verður heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum og verða veiðidagar því átján talsins. Þetta er óbreytt fyrirkomulag frá því í fyrra.
Þeim tilmælum hefur verið komið til HSA að segja ekki upp fólki vegna niðurskurðarins nú strax og ekki fyrr en eftir næstu mánaðamót, þ.e. október/nóvember.
Ólafía Zoëga útskrifaðist nýlega með hæstu einkunn frá arkitektaskólanum
í Björgvin í Noregi. Meistaraverkefnið hennar var innblásið af
birtingarmynd kreppunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem standa hálfbyggð
hús og auðar lóðir.
Laugardaginn 16. október var undirritaður samstarfssamningur milli Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA, um Unglingalandsmót UMFÍ 2011.
UÍA verður framkvæmdaaðili mótsins 2011 sem haldið verður um verslunarmannahelgina á næsta ári. Undirritun samningsins fór fram á sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var á Hótel Héraði helgina 16. og 17. október síðastliðinn.
Sveitarstjórn Breiðdalshrepps samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 4. október sl.: Sveitarstjórn Breiðdalshrepps mótmælir harðlega þeim stórfellda niðurskurði sem settur er fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, sem leiðir óhjákvæmilega til mikillar fækkunar starfa og skertrar þjónustu.
Þróunarfélag Austurlands var í dag dæmt til að greiða fyrrverandi
framkvæmdastjóra orlof sem hann taldi sig eiga inni hjá félaginu. Í
Héraðsdómi Austurlands var samt aðeins fallist á lítinn hluta krafna
hans.
Rekstur Hallormsstaðarskóla verður dýrari en áætlað var í byrjun árs og
framúrkeyrslan meiri en menn höfðu spáð. Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps
telur skólanum þröngur stakkur sniðinn.
Sunnudaginn 17. október s.l. voru 33 einstaklingar heiðraðir við messu í Fáskrúðsfjarðarkirkju fyrir þátttöku sína í björgunarafrekinu í Hoffeli í febrúar á þessu ári. Var fólkinu afhent sérstakt viðurkenningarskjal. Þá var Páli og Rimantas sem björguðust færð táknræn gjöf frá starfsfólki Loðnuvinnslunnar hf. Viðurkenningarnar afhentu Friðrik Guðmundsson, stjórnarformaður og Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri.
Fram kemur í nýjasta tölublaði Austurgluggans sem kom út fyrir helgi að einungis tveir af þeim tíu þingmönnum NA- kjördæmis styðja óbreytt fjárlagafrumvarp. Þá var rætt við Þuríði Backmann eftir borgarafundinn á Egilsstöðum þar sem hún sagðist ekki geta stutt óbreytt fjárlagafrumvarp þó svo að hún telji mjög mikilvægt að fjárlagafrumvarpið fari ekki út fyrir þann ramma sem þar væri gefinn.