Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður
Norðausturkjördæmis, segir jákvætt að svo virðist sem náðst hafi
þjóðarsamstaða um að heilbrigðismálin eigi að njóta forgangs yfir aðra
málaflokka. Hann bendir á að þótt sár niðurskurður verði á
landsbyggðinni sé hann mestur á höfuðborgarsvæðinu.
Kærur Djúpavogs- og Vopnafjarðarhreppa á hendur fyrrverandi stjórnendum
Giftar vegna meðferðar þeirra á eigum Samvinnutrygginga hefur verið
tekin til meðferðar hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra.
Sveitarfélögin telja sig hafa orðið samtals af tvö hundruð milljónum
króna.
Stærstu leikir heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í sumar höfðu
merkjanleg áhrif á ferðamannastraum um Austurland. Straumurinn virðist
nokkuð stöðugur fram í miðjan september.
Starfsmenn heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og forstöðumenn þeirra
sáu fyrst áætlun heilbrigðisráðuneytisins um fækkun starfsmanna eftir að
Agl.is greindi frá henni. Forstöðumenn stofnananna eru ósáttir við
samráðsleysi ráðuneytisins við þær.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs vill að ríkara mark verði tekið á rödd þess
fyrir ungs fólks í sveitarfélaginu. Engar ákvarðanir verði teknar
varðandi ungt fólk á Héraði án þess að rætt verði við ráðið fyrst.
Um 200 manns sóttu borgarafund í Neskaupstað í gærkvöldi. Tilefni fundarins var kynning á skýrslu Capacent Gallup um raunsparnað vegna niðurskurðar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Mikil samstaða var fundinum og mættu fjölmargir aðilar frá sveitarfélögum á Austurlandi og lýstu ánægju sinni með skýrsluna.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði í framsögu sinni að umræðan í þjóðfélaginu í dag snérist mikið um að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Hann sagði það verkefni hafa tekist á Austurlandi og að hér væri sterkt atvinnulíf. Að mati Páls er það því alveg ómögulegt í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í fjórðungnum að verið sé að veikja innviði og grunnstoðir þess með þeim hætti sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur rift samningi við núverandi
rekstraraðila félagsheimilsins Valaskjálfar. Auglýst verður eftir nýjum aðila innan
skamms.
Heilbrigðisstofnun Austurlands greiðir ekki fyrir viðgerð á
læknisbústaðnum á Vopnafirði heldur Fasteignir ríkissjóðs. Smiðir eru
þar á störfum á meðan læknirinn tekur út samningsbundið námsfrí.
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, segist bjartsýn á að olíuvinnsla
Íslendinga á Drekasvæðinu verði að veruleika. Annað útboð olíuleitar á
Drekasvæðinu hefst 1. ágúst á næsta ári og stendur í fjóra mánuði.
Ákvörðun Norðmanna um að friðlýsa Jan Mayen kann að opna svæðum á
Norðausturlandi möguleika á að þjónusta leit á norska hluta
Drekasvæðisins.
Raunsparnaður á niðurskurði til framlaga til Heilbrigðisstofnunar
Austurlands verður aðeins tæpar sjötíu milljónir. Hætt er við
óafturkræfum og neikvæðum þjóðhagslegum áhrifum gangi hugmyndirnar
eftir. Þetta kemur fram í skýrslu sem Capacent vann fyrir Fjarðabyggð.
Hún var kynnt fyrir heilbrigðisráðherra í dag og verður kynnt á
íbúafundi í Neskaupstað á morgun.
Sömu forsendum var beitt fyrir allar heilbrigðisstofnanir þegar reiknuð
voru út þau störf sem tapast geta við niðurskurð á framlögum ríkisins
til stofnananna. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins segir útreikningana
fela í sér grófa nálgun á ætlaðri fækkun starfa. Tölurnar voru ekki
bornar undir forstöðumenn heilbrigðisstofnana áður en þær voru birtar og
komu mörgum í opna skjöldu.
Sex Austfirðingar bjóða sig fram til stjórnlagaþings, en kosið verður
laugardaginn 27. nóvember. Frambjóðendurnir koma af Fljótsdalshéraði,
frá Seyðisfirði og úr Fljótsdalshreppi. Austfirskur tölvunarfræðingur hefur skrifað leitarvél sem hjálpar kjósendum til að gera upp hug sinn.