Vatnsmengun á Eskifirði: Ekki vitað um veikindi vegna mengunar

ImageEkki er vitað til þess að neinn hafi veikst af völdum vatnsmengunar á Eskifirði í byrjun mánaðarins né að tíðni heimsókna á heilsugæslu hafi aukist. Þær stofnanir sem komu að aðgerðum vegna mengunarslyssins í fiskimjölsverksmiðju Eskju í byrjun mánaðarins ætla að fara yfir viðbrögð sín á næstunni.

 

Lesa meira

Makríllinn skapar Matís vinnu

Aukning á vinnslu síldar og makríls hefur bætt verkefnastöðu starfsstöðvar Matís í Neskaupstað. Stöðin hefur eflt þjónustu sína að undanförnu.

 

Lesa meira

Tíu vilja stýra SSA

Tíu manns sóttu um starf framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, en umsóknarfrestur rann út í seinustu viku. Meðal umsækjenda eru núverandi formaður sambandsins og tveir fyrrum þingmenn.

 

Lesa meira

Enn ein metvikan á Agl.is

agl_ad.jpgEnn eitt aðsóknarmetið féll á Agl.is í seinustu viku þegar 7.630 gestir litu við á vefnum.

Lesa meira

Ráðning bæjarstjóra: Sorglegasta niðurstaðan sem hægt er að hugsa sér

baejarstjorn_fjardarbyggdar_psor.jpgFulltrúar Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar segja það að hafna öllum umsækjendunum um straf bæjarstjóra þá sorglegustu sem hægt hafi verið að hugsa sér. Páll Björgvin Guðmundsson, sem verður næsti bæjarstjóri, var ekki meðal þeirra átján sem sóttu um starfið miðað við lista sem gefinn var út í seinustu viku. Þeim umsækjendum var öllum hafnað. Fulltrúarnir vilja að ráðningarsamningur nýs bæjarstjóra verði gerður opinber.

 

Lesa meira

Öllum umsækjendum hafnað í Fjarðabyggð: Rætt við Pál Björgvin

fjarabygg.jpg Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fól í dag bæjarráði Fjarðabyggðar að ganga til viðræðna við Pál Björgvin Guðmundsson, útibússtjóra Íslandsbanka á Reyðarfirði, um að verða næsti bæjarstjóri sveitarfélagsin. Öllum umsækjendunum átján var hafnað.

 

Lesa meira

Læknir ráðinn á Eskifjörð

ImageKristín Lilja Eyglóardóttir hefur verið ráðin í stöðu læknis við heilsugæsluna í Fjarðabyggð, með aðsetur á Eskifirði. Ráðningin nær að minnsta kosti til loka febrúar á næsta ári.

 

Lesa meira

Vill að framkvæmdastjóri HAUST segi af sér

Andrés Elísson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, vill að framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands taki ábyrgðina á að íbúar á Eskifirði hafi drukkuð mengað vatn. Hann segir að heilbrigðiseftirlitið hafi brugðist allt of seint við.

 

Lesa meira

Tekinn fullur á snjósleða

Karlmaður var tekinn fyrir ölvunarakstur á snjósleða innanbæjar á Seyðisfirði aðfaranótt sunnudags.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.