Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að greiða föstum starfsmönnum sínum í
landi 260 þúsund króna launauppbót í næstu viku. Með þessu er þeim
þakkaður góður árangur fyrirtækisins á árinu sem er að líða.
Lögreglan á Eskfirði hafði snör handtök þegar brotist var inn í bænum í
seinustu viku. Hinn bíræfni þjófur braut sér leið inn á sjálfa
lögreglustöðina.
Kristveig Sigurðardóttir er nýr formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs
og Rósa Björk Halldórsdóttir varaformaður. Anna Kristín Ólafsdóttir,
fyrrverandi formaður, lét af störfum að eigin ósk.
Tíu klukkustundir liðu frá því að blóðvatni var dælt inn á neysluvatnslögn Eskifjarðar í byrjun júlí þar til atvikið var tilkynnt til Heilbrigðiseftirlits Austurlands (HAUST). Fleiri dæmi eru um hæg boðskipti aðila sem komu að slysinu. Einn var lagður inn á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað
vegna mengunarinnar.
Gert er ráð fyrir hagnaði af rekstri sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs á
næsta ári. Útsvar verður óbreytt en ýmsar gjaldskrár hækka. Boðað hefur
verið til borgarafundar um áætlunina annað kvöld.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt að útvar ársins 2011 verði
óbreytt, 13,28% en sveitarfélagið fullnýtir útsvarsheimildir sínar í
dag. Hlutfallið kann að hækka með færslu málefna fatlaðra til
sveitarfélaga.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að flokkurinn hafi þurft
að „mjög erfiða málamiðlun“ þegar ákveðið var að fara út í
aðildarviðræður við Evrópusambandið í fyrra sumar. Stefna flokksins, um
að vont sé fyrir Ísland að ganga í sambandið, sé óbreytt.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður
Norðausturkjördæmis, segir að það yrði „stórslys“ ef lokaþyrfti
hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði. Hann vonast til að lausn verði
fundin á málefnum hjúkrunarheimilisins.
Hilmir Arnarson, íbúi á Fáskrúðsfirði, slapp með skrekkinn þegar bíll
hans fór út við Fáskrúðsfjörð í gær og endaði úti í sjó. Hann segist
varla hafa blotnað og aldrei orðið kalt.
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt 350 milljóna króna fjárveitingu úr
Ofanflóðasjóði til að byggja upp snjóflóðavarnagarða ofan við
Neskaupstað. Verkið á bjóða út strax.
Þorsteinn Kristjánsson, forstjóri Eskju á Eskifirði, segir að
stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki vitað um mengunarslys í
fiskimjölsverksmiðju fyrirtækinsins fyrr en þeir fengu tilkynnningu um
það frá yfirvöldum. Verktaki sá um löndunina. Eskja hefur tekið á sig
kostnað vegna aðgerða sveitarfélagsins Fjarðabyggðar í sumar.