05. febrúar 2024
Tillögur um atvinnuuppbyggingu á Seyðisfirði kynntar um mánaðarmótin
Ráð er fyrir gert að sérstakur starfshópur um framtíðar atvinnuuppbyggingu á Seyðisfirði sem komið var á fót á síðasta ári sem mótvægisaðgerð vegna lokunar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar [SVN] í bænum skili af sér tillögum um næstu mánaðarmót eða tæpum mánuði áður en vinnslunni lokar.