24. janúar 2024
Vísbendingar um að útstöðvar hafi áfram verið reknar eftir landnám
Sterkar vísbendingar eru um að hinn eldri tveggja skála sem hafa verið til rannsókna í Stöð í Stöðvarfirði sé ekki hefðbundinn landnámsskáli heldur útstöð. Sé það rétt sýnir skálinn að útstöðvar hafi lifað áfram á Íslandi inn í landnámið. Útstöðvar og landnámsbýli hafi því lifað hlið við hlið um einhvern tíma þar til tími útstöðvanna leið undir lok, líklega snemma á landnámsöldinni.