13. nóvember 2023
Áfram einna mest notkun þunglyndislyfja á Austurlandi
Það aðeins á Norðurlandi þar sem meira er ávísað af þunglyndislyfjum hérlendis en á Austurlandi samkvæmt lyfjamælaborði Landlæknis. Slíkum ávísunum fækkaði þó austanlands fyrsta sinni á síðasta ári samkvæmt töflum Landlæknis sem ná aftur til 2013.