30. júní 2023
Aldrei fleiri gist á Austurlandi í maímánuði
Aldrei áður hafa jafn margir ferðamenn gist á hótelum og gististöðum hér á Austurlandi í maímánuði samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Aukningin er rúm 40% umfram maí í fyrra sem var fyrri metmánuður hér um slóðir.