02. mars 2022
Rúm þrjú þúsund tonn af frosnum fiski á land í Neskaupstað
„Ég er búinn að starfa hér í 40 ár og hef aldrei áður lent í þessu. Hér hefur frystum afurðum ekki verið skipað á land úr flutningaskipi á þeim tíma sem ég hef starfað hér,“ segir Heimir Ásgeirsson, yfirverkstjóri í frystigeymslum Síldarvinnslunnar (SVN) í Neskaupstað.