Ferðamenn í vanda á bílaleigubílum á sumardekkjum

Ferðamenn á ferð um Austurland síðustu daga hafa lent í vandræðum, eða þurft að fresta för sinni, vegna þess að bílaleigubílar sem þeir eru á eru á sumardekkjum. Hætta á sektum virðist draga kjarkinn úr sumum bílaleigum við að koma flota sínum á nagladekk í tæka tíð.

Lesa meira

Fyrstu íbúðarhúsin á Seyðisfirði í tólf ár í undirbúningi

Undirbúningur er hafinn að byggingu tveggja nýrra íbúðarhúsa á Seyðisfirði en tólf ár eru liðin síðan þar var síðast byggt íbúðarhús. Bæjaryfirvöld skoða að auki byggingu íbúðakjarna fyrir 55 ára og eldri með þá von að glæða húsnæðismarkaðinn á staðnum lífi.

Lesa meira

Sjálfbærni í Hallormstaðaskóla

Námið í Hallormstaðaskóla hefur tekið miklum breytingum og leggur núna mikla áherlslu á sjálfbærni. Á morgun, þann 23. október heldur skólinn einmitt upp á Sjálfbærnidaginn og í tilefni dagsins verður haldið opið málþing. 

Lesa meira

Lægra verð skilar fleirum í flugið

Vopnfirðingar nýta sér í auknu mæli að fljúga til Akureyrar eftir að fargjöld þangað lækkuðu með nýjum samningi við ríkið í byrjun árs 2017. Flugið eru einu almenningssamgöngurnar sem íbúar staðarins hafa aðgang að.

Lesa meira

Ljósastýring á Lagarfljótsbrú

Umferð um brúna yfir Lagarfljót milli Egilsstaða og Fellabæjar verður næstu mánuði stýrt með ljósum á meðan gert verður við brúna.

Lesa meira

„Hluti af lýðræðinu að hver og einn myndi sína skoðun“

Djúpavogsskóli ætlar ekki að birta niðurstöður skuggakosninga um sameiningu sveitarfélaga, sem fram fór í skólanum nýverið, strax líkt og aðrir skólar hafa gert í Fljótsdalshéraði, á Seyðisfirði og í Menntaskólanum á Egilstöðum. 

Lesa meira

Flutningabíll út af á Fjarðarheiði

Flutningabíll fór út af í Norðurbrún á Fjarðarheiði í morgunn. Engin slys urðu á fólki. Ferjan Norræna flýtti för sinni til og frá landinu vegna veðurs.

Lesa meira

Harðfiskurinn er dauður, lengi lifir harðfiskurinn

Rekstur harðfiskvinnslunnar Sporðs á Eskifirði hefur verið seldur til Borgarfjarðar eystra. Nýr eigandi á von á að framleiðsla besta harðfisks landsins færist smá saman á nýjan stað.

Lesa meira

Súrt að sjá á eftir selnum

Seyðfirðingur segir súrt að sjá að sjá seli sem unnt hafa sér í sambúð við mannfólk liggja eftir skotna við sjávarborð. Fyrir því kunni þó að vera gildar ástæður. Ráðherra hefur lagt til algert bann við selveiðum.

Lesa meira

Þriggja bíla árekstur á Fagradal

Þrír bílar skullu saman á veginum utan í Grænafelli, á leiðinni frá Reyðarfirði upp á Fagradal, um kvöldmatarleytið í gær. Fjögur önnur óhöpp urðu í vetrarfærð á Austurlandi í gær.

Lesa meira

Tilraunir til ræktunar iðnaðarhamps í Berufirði vekja athygli ráðherra

Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir athugandi að kanna hvort hægt sé að liðka regluverk til að gera ræktendum iðnaðarhamps auðveldara fyrir til að skapa verðmæti úr framleiðslu sinni. Ábúendur á bænum Gautavík í Berufirði hafa í sumar gert tilraunir með ræktun iðnaðarhamps.

Lesa meira

220 milljóna viðhald á Lagarfljótsbrúnni

Rúmar 200 milljónir eru áætlaðar í viðhald á brúnni yfir Lagarfljót í vetur. Áratugur er enn í endurbyggingu hennar. Unnið verður að fækkun einbreiðra brúa og malarkafla á lykilvegum Austurlands samkvæmt drögum að endurskoðaðri samgönguáætlun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar