Menningarhús á Héraði tilbúin 2022

Gengið hefur verið frá samkomulagi milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs um uppbyggingu menningarhúsa á Egilsstöðum. Framkvæmdir gætu hafist strax á þessu ári.

Lesa meira

Viðræður ganga vel í Fjarðabyggð

Viðræður Framsóknarflokks og Fjarðalista um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar ganga vel að sögn oddvita Framsóknarflokks. Á Vopnafirði eru engar viðræður hafnar enn.

Lesa meira

Hvorki meiri líkur né minni á formlegum viðræðum

Útlit er fyrir að það ráðist síðar í dag hvort af formlegum viðræðum verði milli Sjálfstæðisflokks og Héraðslista um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Fráveitumál hafa reynst erfið í óformlegum viðræðum.

Lesa meira

„Við fengum líka að skera upp fiska og læra að meta fisk“

„Þetta var allt öðruvísi en ég bjóst við, en mér fannst nánast allt áhugavert. Ég bjóst við að þetta væri ekki alveg svona skemmtilegt,“ segir Jónas Þórir Þrastarson á Reyðarfirði, en hann var nemandi í Sjávarútvegsskóla Austurlands í fyrra.

Lesa meira

Engan hundakúk takk!

„Þegar þau fóru að moka og leika sér ráku þau sig fljótt í hundakúk sem var ansi víða í sandinum og ég mokaði skít í þrjá poka af svæðinu,“ segir Unnur Óskarsdóttir, umsjónarkennari í Seyðisfjarðaskóla, en nemendur hennar gengu á fund bæjarstjóra í vikunni til þess að vekja máls á sóðaskap vegna hundaskíts á leikvellinum við Sundhöllina.

Lesa meira

Nefnd fékk tvo gangakosti til að skoða

Nefnd, sem Jón Gunnarsson þáverandi samgöngumálaráðherra skipaði fyrir tæpu ár, fékk til skoðunar tvo kosti fyrir hugsanleg jarðgöng til Seyðisfjarðar. Tafir hafa orðið á skilum nefndarinnar vegna illviðráðanlegra ástæðna.

Lesa meira

Fyrsta skóflustungan tekin að baðstað Vakar

Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella, tók á mánudag fyrstu skóflustunguna að baðstað Vakar Baths sem rísa mun við Urriðavatn á Fljótsdalshéraði. Gert er ráð fyrir að staðurinn opni eftir ár.

Lesa meira

Sjö austfirsk ungmenni fermast borgaralega á laugardag

„Ég vona að þetta sé merki um vaxandi áhuga og að við getum reiknað með árvissum athöfnum og námskeiðum,“ segir Laufey Eiríksdóttir, athafnastjóri, en sjö austfirsk ungmenni fermast borgaralega á vegum Siðmenntar á Egilsstöðum næstkomandi laugardag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar