Íbúar verða sjálfir að ráða sameiningum

Frambjóðendur í Norðausturkjördæmi virðast almennt á þeirri skoðun að ekki eigi að sameina sveitarfélög með lögum þótt æskilegt sé að fækka þeim og stækka.

Lesa meira

Lagarfljótsormurinn lætur úr höfn

Héraðsbúar fylgdust með því á sunnudagsmorgun þegar ferjan Lagarfljótsormurinn var dreginn á nýjan stað. Undanfarinn áratug hefur ferjan staðið óhreyfð við Lagarfljótsbrú.

Lesa meira

Sigmundur leiðir Miðflokkinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, leiðir lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Átta aðrir Austfirðingar eru á listanum.

Lesa meira

Breiðdalshreppur: Sameining við Fjarðabyggð heppilegasti kosturinn

Heppilegast er fyrir Breiðdalshrepp að sameinast Fjarðabyggð, samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var fyrir hreppinn. Landfræðilegar aðstæður ráða þar miklu. Þátttaka í sveitarstjórn og hagræðing í rekstri eru lykilatriði sem mæla með sameiningu.

Lesa meira

Fjórir Austfirðingar á lista Pírata

Sævar Þór Halldórsson, landvörður á Teigarhorni, er efstur þeirra sem lögheimili eiga á Austurlandi á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þrír aðrir Austfirðingar eru á listanum.

Lesa meira

Vilja að RARIK kosti verkefnastjóra á Seyðisfirði

Fulltrúar Seyðisfjarðarlistans í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar telja óásættanlegt að kostnaður og þungi vinnunnar af umbreytingum við húshitun í bænum lendi á bæjarbúum. RARIK hefur tilkynnt um lokun fjarvarmaveitu fyrir árið 2019.

Lesa meira

Tveir Austfirðingar hjá Bjartri framtíð

Arngrímur Viðar Ásgeirsson, ferðamálafrömuður á Borgarfirði, leiðir lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Einn annar Austfirðingur er á listanum.

Lesa meira

Úrkula vonar um að finna heitt vatn á Seyðisfirði

Litlir möguleikar eru á að finna nýtilegan jarðhita við húshitunar á Seyðisfirði. Þetta eru niðurstöðurnar eftir leit undanfarin 40 ár. Kannanir á Fjarðarheiði gáfu engar vonir.

Lesa meira

Engin Norræna í vikunni

Ferjan Norræna kemur ekki til Seyðisfjarðar þessa vikuna þar sem skipið er í viðgerð eftir að hafa orðið vélarvana á leiðinni til Danmerkur á laugardag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.