Starfsmenn Vegagerðarinnar á Austurlandi þurftu að moka snjó í Oddskarði og á Fjarðarheiði á þessum fyrsta degi júnímánaðar. Vegurinn um Oddskarð var alhvítur og krapi var á veginum við göngin. Þá þurfti einnig að moka krapa af veginum yfir Fjarðarheiði.
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að samgöngumál séu næsta forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Hún segir að stofnanir verði ekki sameinaðar nema af því sé sýnilegur ávinningur.
Starfsmenn Brammer og Securitas á álverslóðinni í Reyðarfirði hafa hafnað kjarasamningum við undirverktaka á álverslóð. Samningarnir voru samþykktir hjá Launafli, VHE, Fjarðaþrifum, Lostæti, Sjónarás og Eimskip.
Nýtt uppsjávarskip HB Granda, Venus NS 150, kom til heimahafnar á Vopnafirði um hvítasunnuhelgina og á miðvikudag var haldin formleg móttaka, þar sem íbúum Vopnafjarðar og öðrum áhugasömum var gefinn kostur á að skoða þessa glæsilegu viðbót íslenska fiskiskipaflotans.
Athafnamenn á Austurlandi undirbúa stofnun brugghúss í Fellabæ undir merkjum Austra. Þeir segja töluverða eftirspurn meðal gesta á svæðinu um staðbruggað öl.
Vegfarendur sem keyra inn Velli frá Egilsstöðum þurfa að fara með sérstakri gát. Þar heldur sig hreindýrahópur sem sýnt hefur mikla fífldirfsku við að þvera veginn, að sögn vegfaranda sem hafði samband við Austurfrétt.
Starfsgreinasambandið hefur boðað til verkfalla dagana 28. og 29. maí og ótímabundins verkfalls frá og með 6. júní. Komi til boðaðra verkfalla falla meðal annars niður ferðir á leið 56 sem gengur til og frá Egilsstöðum.
Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað standa fyrir málþingi um Þjónustumiðstöð Norðurslóða þann 2. júní næstkomandi. Málþingið verður haldið í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði.
Rúmum tuttugu milljónum króna verður varið til uppbyggingar á Teigarhorni í Berufirði á næstunni. Styrkurinn er hluti af átaki ríkisstjórnarinnar til uppbyggingar og verndar ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón ríkisins.
Lögregluþjónn, sem íbúi á Eskifirði sakar um einelti og ósæmilega hegðun, segir málið hafa reynt mjög á fjölskyldu sína. Íbúinn var ákærður fyrir meiðyrði í kjölfar opinnar færslu sem hann birti á Facebook í maí 2013.