Miðbæjartorgið gert að Sólveigartorgi: Megum aldrei sofna á verðinum í jafnréttisbaráttunni
Miðbæjartorgið á Seyðisfirði var nefnt Sólveigartorg á almennum hátíðarfundi sem haldinn var þar á föstudag í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna. Forseti bæjarstjórnar minnti á að áfanginn hefði náðst með dugnaði og elju karla sem kvenna.Feneyjalistamaður vinnur landamerkjadeilu
Héraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið listamanninum Christoph Jules Buchel og Nínu Magnúsdóttur konu hans í vil í deilu um landamerki tveggja jarða utarlega í Seyðisfirði. Þau höfðu áður verið sýknuð af kröfum í gagnstefnu í sama máli.Um 900 manns í fyrstu sumarferð Norrænu
Á milli 800 og 900 manns komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun en ferjan er nú komin á sumartíma sinn á fimmtudögum. Lögreglumenn fræddu ferðamenn um reglur um utanvegaakstur á hafnarbakkanum.Engar tímasetningar á frekari tillögum í Fjarðabyggð
Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð skoða nú nánari útfærslu á tillögum sem kynntar voru í skýrslum KPMG og Skólastofunnar um framtíðartilögun rekstrar sveitarfélagsins í vor.Bjargar ferðamönnum reglulega úr Austdalsá: Snýst um heildstæða nálgun á Ísland sem áfangastað
Staðarhaldari á Skálanesi í Seyðisfirði segir þörf á framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustu til að tryggja öryggi þeirra sem heimsækja Ísland. Henni verði líka að fylgja fjármagn í takt við arð ríkisins af greininni. Staðarhaldarar hafa reglulega komið ferðamönnum til aðstoðar í Austdalsá síðustu ár. Áin er óbrúuð þótt brú liggi tilbúin á hafnarbakkanum á Seyðisfirði.Hjúkrunarfræðingar settu á sig sorgarbönd: Lakari stöðu kvenna er viðhaldið
Hjúkrunarfræðingar og nemar við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað söfnuðust saman utan við húsið í gær á 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna og settu á sig sorgarbönd. Með því vildu þær mótmæla lögum sem sett voru á verkfall hjúkrunarfræðinga og minna á lakari stöðu kvenna í samfélaginu.Sigurbjörg Ingunn ráðin tónskólastjóri á Seyðisfirði
Sigurbjörg Ingunn Kristínardóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Tónlistarskóla Seyðisfjarðar til eins árs.Banaslys á Seyðisfirði
Ung kona lést í bílslysi á Seyðisfirði rétt fyrir miðnætti í gær og önnur liggur alvarlega slösuð á Landsspítalanum.