Nauðungarsölur á Reyðarfirði

Nauðungaruppboð voru auglýst í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag á 64 íbúðum, í stóru blokkunum fjórum við Melgerði á Reyðarfirði.

Lesa meira

Ellefu í prófkjöri, sjö karlar - fjórar konur

Ellefu einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri framsóknarfólks á Fljótsdalshéraði, sem fram fer laugardaginn 6. mars næstkomandi. Alls fjórar konur gefa kost á sér, og sjö karlmenn. Í prófkjörinu gefur enginn af sitjandi bæjarfulltrúum flokksins, þau Björn Ármann Ólafsson, Anna Sigríður Karlsdóttir og Jónas Guðmundsson, kost á sér í efstu sæti.

 

frams_logo.jpg

 

Lesa meira

Samfylkingin fundar á Eskifirði í kvöld

Samfylkingin stendur fyrir fundi á Eskifirði í kvöld. Framsögumenn eru þingmennirnir Sigmundur Ernir Rúnarsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir.

 

Lesa meira

Fjarðabyggð vann Síldarvinnslubikarinn

Fjarðabyggð sigraði í úrslitaleik Síldarvinnslumótsins í Fjarðabyggðarhöllinni í gærdag. Úrslitaleikurinn var milli Hattar og KFF. Höttur komst yfir í fyrri hálfleik, og staðan var 0-1 í hálfleik.Lesa meira

Nauðungasala auglýst á 56 íbúðum

Enbætti Sýslumannsins á Seyðisfirði auglýsir í Morgunblaðinu í dag, fyrsta uppboð á 56 íbúðum í þremur blokkum við Kaupvang 41 til 45 á Egilsstöðum.  Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, mánudaginn 15. febrúar næstkomandi klukkan 14:00.

Lesa meira

Framboðsmál í deiglunni

Framboðsmál stjórnmálaaflanna í Fjarðabyggð vegna bæjarstjórnarkosninganna á vori komandi eru nú í deiglunni. Ljóst er að tíminn til kosninga styttist óðum og tíminn til að raða fólki á framboðslistana er ekki ótakmarkaður.

Lesa meira

Loðnuvinnslur í startholunum

Fyrirtæki sem stunda vinnslu úr loðnuafurðum hér eystra eru nú sem óðast að búa sig undir loðnuvertíðina. Þó hafa einhver fyrirtæki þegar hafið vinnslu, til dæmis Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði og Síldarvinnslan á Norðfirði, mest þó frá norskum skipum sem eru fyrr á ferðinni vegna þess að þau mega ekki veiða sunnan 64. breiddargráðu.

Lesa meira

Keppnin um Ormsbikarinn eftirsótta

istolt_egilsstadavik.jpg
Hið árlega Ístölt Austurland verður haldið í Egilsstaðavík við Egilsstaði laugardaginn 27. Febrúar næstkomandi. Egilsstaðavíkin liggur við Lagarfljót rétt við Gistiheimilið á Egilsstöðum. Mótið hefur verið fastur liður í vetrardagskránni á Austurlandi undanfarin ár og er mest sótti hestaviðburður á Austurlandi ár hvert. Gestir, jafnt áhugamenn sem atvinnumenn, frá öðrum landshornum hafa undanfarin ár heiðrað Austfirðinga með nærværu sinni, og gert mótin að frábærri skemmtun.

Keppt verður í eftirtöldum flokkum:

Tölt unglinga
Tölt áhugamanna
Tölt opin flokkur
B-flokkur gæðinga
A-flokkur gæðinga
Fljúgandi skeið*

Skráningargjöld verða kr. 3.500,- per skráning og greiðast á staðnum. Hægt er að skrá sig á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Keppt verður um Ormsbikarinn Eftirsótta í tölti opnum flokki. Sigurvegarar undanfarinna ára eru: 
2009 – Tryggvi Björnsson og Júpiter frá Egilsstaðabæ 
2008 – Hinrik Bragason og Skúmur frá Neðri Svertingsstöðum 
2007 – Daníel Jónsson og Þóroddur frá Þóroddsstöðum 
2006 – Guðmundur Björgvinsson og Taktur frá Tjarnarlandi
2005 – Leó Geir Arnarson og Börkur frá Litlu Reykjum

Keppt verður um Skeiðdrekann í A-flokki gæðinga. Sigurvegarar Skeiðdrekans síðustu árin eru:
2009 – Baldvin Ari Guðlaugsson og Freydís frá Steinnesi
2008 – Hinrik Bragason og Smári frá Kollaleiru
2007 – Þórður Þorgeirsson og Ás frá Ármóti (skeið)
2006 – Fjölnir Þorgeirsson og Lukkublesi frá Gýgjarhóli (skeið)

Keppt verður Frostrósina í B-flokki gæðinga. Sigurvegarar Frostrósarinnar hingað til eru:
2009 – Baldvin Ari Guðlaugsson og Sindri frá Vallanesi
2008 – Tryggvi Björnsson og Akkur frá Brautarholti

Athygli er vakin á því að heimamaður hefur enn ekki lyft neinum af höfuðbikurum mótsins!

*mótsstjórn áskilur sér rétt til að fella niður keppni í fljúgandi skeið ef þáttaka verður ekki nægjanleg.

Allar nánari upplýsingar vegna mótsins er að finna á heimasíðu Freyfaxa www.freyfaxi.net og fyrirspurnir má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Mynd: Frá Ístölt Austurland í Egilsstaðavík. Ljósmynd: Jónas Gunnlaugsson. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.