Ísfisktogarar fiska vel

Gullver webÍsfisktogararnir Bjartur NK og Gullver NS hafa fiskað vel að undanförnu og hafa þeir komið með góðan fisk að landi sem hentar vel til vinnslu.

Lesa meira

Seyðfirskur listamaður veldur uppnámi í Feneyjum og meðal íslenskra álitsgjafa

moskan buchel webÓhætt er að segja að seyðfirski listamaðurinn Christoph Jules Büchel, fulltrúi Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár, hafi valdið töluverðu uppnámi með verki sínu „Moskan". Lögreglan í Feneyjum hefur lýst henni sem öryggisógn og íslenskir álitsgjafar hafa margir lýst hneykslun sinni á verkinu og að Seyðfirðingurinn hafi verið útnefndur fulltrúi Íslendinga.

Lesa meira

Kannabistyppi fannst á Seyðisfirði

norronaKannabisfylltur gervilimur fannst á bryggjunni á Seyðisfirði í morgun, eftir að tollafgreiðslu úr farþegaferjunni Norrænu var lokið. Starfsmenn á bryggjunni veittu gervilimnum athygli og fóru með hann inn á borð til tollayfirvalda. Þetta kom fyrst fram á vef RÚV.

Í samtali við Austurfrétt sagði Árni Elísson, tollvörður á Seyðisfirði, að starfmenn hafnarinnar hefðu skemmt sér vel yfir þessum fundi og afhent gerviliminn með bros á vör. Fljótlega hafi þó fíkniefnahundur tollgæslunnar sýnt limnum mikinn áhuga og við nánari skoðun hafi komið í ljós að inni í limnum voru falin 8 grömm af kannabisefnum.

Grunur leikur á að limnum hafi verið hent út úr bifreið áður en komið var að tollaeftirliti og telur Árni að þeir sem þarna voru að verki hafi ekki þorað að fara með efnin í gegnum tollinn.

Gervilimurinn, sem er að sögn Árna ekki rafknúinn heldur handknúinn, hefur verið færður lögreglunni á Eskifirði til nánari rannsóknar.

Með ferjunni í morgun komu um 600 farþegar og níutíu farartæki. Tollafgreiðsla gekk að öðru leyti ágætlega fyrir sig. Þó er alltaf eitthvað um að matvæli og áfengi finnist í farangri farþega, sem gera sér ef til vill ekki grein fyrir því að hingað til lands má ekki flytja þýskar pylsur.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Bankasameining: 1147 verður 0169

breiddalsvik2008Landsbankinn vinnur nú að síðustu skrefum sameiningu við Sparisjóð Vestmannaeyja sem felur það meðal annars í sér að bankinn yfirtekur fyrrum útibú á Djúpavogi og Breiðdalsvík. Ný númer útibúanna voru kynnt fyrir helgi.

Lesa meira

Flutt inn í nýtt hjúkrunarheimili

hjukrunarheimili egs vigsla 0101 webBúið er að flytja inn í Dyngju, nýtt hjúkrunarheimili á Egilsstöðum sem opnað var í mars um mánuði síðar en áætlað var. Unnið er að ráðstöfun þess húsnæðis sem áður var notað undir hjúkrunarrými aldraðra.

Lesa meira

Risastór pollur stöðvaði ferðalanga á Öxi – Myndband

oxi pollur 15052015 webFerðalangar á leið yfir Öxi snéru við eftir að hafa ekið fram á risastóran poll þegar komið var upp á háheiðina Berufjarðarmegin frá í kvöld. Leysingavatn hafði safnast saman á veginum sem þó var merktur greiðfær.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.