Slökkviliði Djúpavogs auglýsir eftir slökkviliðskörlum og konum um þessar mundir en engin kona er meðal starfandi slökkviliðsmanna á Austurlandi í dag. Fækkað hefur í liðinu síðustu ár.
Ársverkum ríkisins á Austurlandi fækkaði um tæp 26 á árabilinu 2007-2011. Niðurskurðurinn kom harðast niður á Heilbrigðisstofnun Austurlands og bitnaði fremur á konum en körlum.
Sjö Austfirðingar eru í hópi þeirra 267 sem hljóta listamannalaun í ár. Sviðslistafólkið Pétur Ármannsson og Brogan Davison tilheyra hópi sem hlýtur tólf mánaða laun.
Fjórar af sex færanlegum varaaflstöðvum RARIK eru staðsettar í Norður-Þingeyjasýslu í dag, þar á meðal sú sem átti að þjóna Austurlandi. Forsvarsmenn RARIK segja ekkert hafa bent til þess við reglubundna skoðun í sumar að spennir við Ormsstaði í Breiðdal myndi gefa sig eins og raunin varð fyrir jól.
Samgöngustofa vill hvetja vegfarendur með ferð með eftirvagna til sérstakrar varúðar þar sem vegir eru þrengri en ella vegna snjóruðninga. Þá sé mikilvægt að allur búnaður vagnanna sé í lagi.
Aðalsteinn Jónsson, skip Eskju, kom með fyrstu loðnuna sem landað er á Austfjörðum. Skipið kom inn til Eskifjarðar um átta leytið í gærkvöldi með 1195 tonn.
Niðurstaða sannleiksnefndar Fljótsdalshéraðs um sannleiksgildi myndbands sem talið er sýna Lagarfljótsorminn hefur vakið heimsathygli. Ekki eru þó allir jafn sannfærðir um niðurstöðuna sem er vefengd í efa af þýska stórblaðinu Der Spiegel.
Sjómannasamband Íslands krefst þess að stjórnvöld geri starfsfólki Landhelgisgæslunnar kleift að standa við markmið um öryggi sjófarenda. Viðbragðstími gæslunnar þegar tvö flutningaskip strönduðu úti fyrir Austfjörðum í september er talinn óviðunandi.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra ferðast um landið á næstu dögum til að kynna frumvarp um náttúrupassa á opnum fundum. Slíkur fundur verður á Egilsstöðum næsta mánudag.