„Ein ósk er ekki nóg fyrir mig“

„Fólk er ótrúlega ánægt og þakklátt og við höfum fengið rosalega góðar viðtökur,“ segir Hákon Hildibrand, en Hildibrand Hótel hefur nú opnað bakarí í gamla kaupfélagshúsinu í samstarfi við Sesam brauðhús á Reyðarfirði. Hákon er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Tinna Kristbjörg hlýtur hvatningarverðlaun TAK 2018

Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir hlaut í vikunni hvatningarverðlaun Tengslanets austfirskra kvenna fyrir árið 2018. Tinna hefur í starfi sínu sem verkefnastjóri hjá Austurbrú greint tölfræði sem skilað hefur áhugaverðum niðurstöðum um stöðu kvenna á Austurlandi.

Lesa meira

„Allir hafa gott af því að fara einn til tvo túra á sjó“

„Mig hefur alltaf langað til þess að prófa að fara á sjó en sjómennskan er í ættinni. Svo er ég að taka mér árs pásu frá háskólanum, vantaði vinnu og langaði að prófa eitthvað nýtt,“ segir Lísa Margrét Rúnarsdóttir, sem hefur verið háseti á frystitogaranum Blængi NK frá Norðfirði.

Lesa meira

Ópera er eins og sushi

„Við Þorvaldur Davíð erum systkinabörn og höfum oft rætt í fjölskylduveislum hve mikið okkur langar að koma austur með metnaðarfullt verkefni,“ segir söngkonan Berta Dröfn Ómarsdóttir, en hún og leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sameina krafta sína ásamt fleirum og frumflytja óperuna The Raven's kiss í Herðubreið á Seyðisfirði næsta sumar.

Lesa meira

Helgin: Matarveislur og barnamenning

Helgin verður sannkölluð matarveisla á Austurlandi. Matarhátíð verður á Djúpavogi þegar Cittaslow-sunnudagurinn verður haldinn þar í sjötta skipi. Þá verður uppskeruhátíð Móður jarðar á Vallanesi og matreiðslunámskeið á Seyðisfirði þar sem þátttakendur læra að elda mat frá Pakistan.

Lesa meira

„Skemmtilegustu samkundur sem hægt er að komast í“

„Kvenfélagskonurnar á Reyðarfirði báðu okkur um að koma til sín og það gerðum við með glöðu geði,“ segir Fáskrúðsfirðingurinn Albert Eiríksson, en hann og Bergþór Pálsson voru gestir á fundi Kvenfélags Reyðarfjarðar fyrir stuttu.

Lesa meira

„Oft var brekkan mjög brött“

„Mér fannst kominn tími á breytingar, bæði fyrir mig og ekki síst liðið. Ég hef trú á að þetta sé rétt ákvörðun á réttum tíma,“ segir Viðar Jónsson, fráfarandi þjálfari karlaliðs Leiknis á Fáskrúðsfirði, en hann hefur stýrt liðinu frá því vorið 2014. Viðar er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar