Leikskólabörn á Austurlandi syngja til heiðurs Prins Póló á sama tíma í dag
Tveir allsérstakir viðburðir eiga sér stað í dag og á morgun þegar leikskólabörn í flestum austfirskum leikskólum munu saman heiðra minningu tónlistarmannsins Prins Póló með söng og skemmtun.
Heltekinn af veiðiþrá
Boði Stefánsson hefur verið meindýraeyðir á Austurlandi í rúmlega 30 ár. Hann segir eftirspurn eftir þjónustu sinni hafa aukist, fyrst með sólpöllum og síðan aukinni vitund.Chögma: Þakklát fyrir að hafa komist langt á stuttum tíma
Hljómsveitin Chögma úr Fjarðabyggð lenti í þriðja sæti Músíktilrauna í ár auk þess að fá viðurkenningu fyrir besta trommuleikarann. Sveitin spilar framsækinn metal sem er þversumman af þeim áhrifum sem meðlimir hennar verða fyrir.Yfir 40 viðburðir á Hammond hátíð ársins á Djúpavogi
Ekkert skal fullyrt enda enginn tekið það sérstaklega saman en góðar líkur eru á að Hammondhátíð Djúpavogs 2024 verði stærsta og fjölbreyttasta hátíðin nokkru sinni. Hún hefst óformlega á morgun þó aðaldagskráin sé um komandi helgi.
Sinfóníuhljómsveit Austurlands frumflytur nýtt verk eftir Charles Ross
Sinfóníuhljómsveit Austurlands frumflytur á sunnudag nýtt tónverk -forStargazer- eftir dr. Charles Ross í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Hefð er að myndast fyrir því að sveitin fái austfirsk tónskáld til að semja sérstaklega fyrir sig verk.Hæfileikakeppni í heimi án olíu
Listaakademía Verkmenntaskóla Austurlands frumsýnir um helgina nýtt leikverk sem hlotið hefur heitið „Hæfileikarnir.“ Með því vaknar leiklistarstarfsemi í skólanum aftur úr dvala en síðast var sett upp verk þar árið 2019.Beituskúrinn í Neskaupstað fær drjúga andlitslyftingu
Hinn þekkti samkomustaður Beituskúrinn í Neskaupstað er að taka miklum breytingum til hins betra og það starf þegar komið vel á veg. Í sumar geta gestir notið stærra og fallegra útisvæðis við staðinn auk þess sem veitingahúsið sjálft fær upplyftingu. Nýja útlitið er hannað af heimamanninum Ólafíu Zoëga.