Páll Sigvaldason, starfsmaður Vinnueftirlitsins á Austurlandi, lét af störfum í dag eftir að hafa skoðað bíla og vinnuvélar í samfleytt þrjátíu ár. Hann segist hafa kynnst mörgum Austfirðingum á löngum ferli sem byrjaði af tilviljun.
Tónlistarhátíðin Skrúðsmenning var haldin á Frönskum dögum 2014 í tilefni af hálfar aldar afmæli félagsheimilisins Skrúðs á Fáskrúðsfirði. Þarna komu saman a tveimur tónleikum fjölmargir tónlistarmenn sem gerðu garðinn frægan fyrir austan frá 1963 til 1993. Tónleikarnir voru teknir upp og eru þeir nú fáanlegir á DVD.
Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýnir í kvöld leikverkið Klaufar og kóngsdætur í Valaskjálf. Um farandsýningu er að ræða svo leikhópurinn mun vera á faraldsfæti og sýna um allt Austurland.
Tólf rafdrifin sjúkrarúm sem Hollvinasamtök sjúkrahússins á Seyðisfirði hafa safnað fyrir voru nýverið afhent formlega. Söfnunarátakið hófst árið 2013 og lauk um síðustu áramót.
Oddfellowsystur á Austurlandi færðu Krabbameinsfélögum Austurlands og Austfjarða nýverið tvær fartölvur að gjöf til nota í sameiginlegri aðstöðu félaganna á Reyðarfirði.
„Krakkarnir voru mjög áhugasöm og voru duglega að spyrja spurninga", segir Guðmundur Ólafsson, útibússtjóri Arion banka á Egilsstöðum, en hann ásamt Anítu Petursdóttur frá VÍS heimsóttu Egilsstaðaskóla fyrir helgi. Tilefni heimsóknarinnar var að hleypa af stokkunum verkefninu Fjármálavit, en verkefnið er liður í Evrópsku peningavikunni sem hefst í vikunni.