Sænka dauðarokksveitin At The Gates er meðal þeirra hljómsveita sem þegar hafa staðfest komu sína á rokkhátíðina Eistnaflug 2013 en hún er víðfræg innan harðrokkheimsins. Margar af fremstu hljómsveitum Íslands í sama rokkþyngdarflokki mæta aftur til leiks.
Jón Aðalsteinn Ragnhildarson, níu ára Egilsstaðabúi, safnaði í dag 81 þúsund krónum til styrktar Krabbameinsfélagi Austurlands. Hann kom sér fyrir við Bónus á Egilsstöðum og seldi þar muni úr dánarbúi afa síns og ömmu til minningar um þau og frænda sinn.
Hundrað tuttugu og fimm ár eru í dag liðin frá því að fyrsta álver Alcoa tók til starfa í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Af því tilefni fagnaði fyrirtækið tímamótunum á starfsstöðvum sínum um allan heim. Í afmælisveislunni í Fjarðaáli í dag var greint frá tveimur stórum verkefnum sem Samfélagsjóður Alcoa hefur styrkt með umtalsverðum hætti.
Bókakaffi og deild Geðhjálpar á Austurlandi standa fyrir samverustund í Bókakaffi á morgun, fimmtudag, frá klukkan 14:30-16:30 í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum.
Fjarðabyggð, sem fór með sigur af hólmi í spurningakeppninni Útsvari í fyrra, mætir til leiks í kvöld með óbreytt lið á afmælisdegi eins liðsmannanna. Hann segir það gefa byr í seglin að keppa á afmælisdaginn.
Fyrrum skólastjóri Alþýðuskólans á Eiðum segir einstakt samfélag hafa ríkt innan gömlu héraðsskólanna þar sem unglingar hafi verið að læra á lífið. Gamlir Eiðanemar og aðrir velunnarar fögnuðu því nýverið að 130 ár eru liðin frá því að skólastarf hófst á staðnum fyrir skemmstu.
Raftónlistarmaðurinn Bjarni Rafn Kjartansson, sem notar listamannsnafnið Muted, fékk lofsamlega umfjöllun í netútgáfu landkynningarritsins Iceland Review um helgina. Blaðamaður ritsins segir einstakt hvernig einhver sem búi á hjara veraldar geti búið til svo fjölbreytta tónlist.
Hárstofa Sigríðar stendur fyrir Herrakvöldi í gamla frystihúsinu á Reyðarfirði á föstudaginn kemur. Eigandinn segir hugmyndin að kvöldin hafi kviknað að loknu vel lukkuðu konukvöldi. Spennandi verði að sjá hvort karlakvöldið toppi það.
Fyrrum nemendur Alþýðuskólans á Eiðum og aðrir velunnarar hittust nýverið til að fagna því að 130 eru í ár síðan skólahald hófst á staðnum. Mikilli tónlistarveislu var slegið upp af því tilefni.