Fjöldi gesta sótti fjölskylduhátíð sem haldin var á mánudagskvöld í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í tilefni opinberrar heimsóknar forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorrit Moussaieff til Fjarðabyggðar. Ungt fólk var í öndvegi á hátíðinni.
Forseti Íslands hóf yfirreið sín um Fjarðabyggð í gær og koma víða við. Hann hitti m.a. gamlan samherja úr pólitík, Vilhjálm Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði, og rifjuðu þeir upp gamla tíma.
Stuttmyndahátíðin 700IS kemur heim um helgina en verk af hátíðinni verða sýnd í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þema hátíðarinnar í ár er vídeólist sem útilistaverk.
Óperusöngkonunni Erlu Dóru Vogler hefur verið boðið að taka þátt í listaverkefni sem haldið er í Elísabetarkastala, einum helsta ferðamannastað bresku eyjunnar Jersey á Ermasundi.
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú halda í þriggja daga heimsókn til Fjarðabyggðar mánudaginn 21. október. Í tilefni af heimsókninni verður að kvöldi mánudagsins haldin fjölskylduhátíð í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands veitti í gær ungmennum úr Fjarðabyggð sérstaka hvatningu forsetaembættisins til ungra Íslendinga. Hann sagði það hafa verið erfitt verk en ánægjulegt að velja úr glæsilegum hópi.
Unglingar í æskulýðsfélögum kirkjunnar á Austurlandi selja nú happdrættismiða til styrktar ferðasjóði sínum vegna komandi Landsmóts ÆSKÞ í Reykjanesbæ. Hluti af andvirði hvers selds miða rennur í Framtíðarsjóð Hjálparstarfs kirkjunnar.