Í vetur stendur Hestamannafélagið Freyfaxi fyrir reiðnámskeiði fyrir börn og unglinga líka og undanfarin tíu ár. Á námskeiðinu er farið í undirstöðuatriði reiðmennsku og einnig er bóklegur hluti námskeiðsins þar þátttakendur læra um hestinn. Aldrei hefur verið eins góð þátttaka og í ár eða 55 krakkar.
Í þessum vikulega lið ætla búsettir og brottfluttir Austfirðingar að deila með lesendum Austurfrétta sínum uppáhalds uppskriftum. Sú sem ríður á vaðið er leikkonan Birna Pétursdóttir með girnilega vegan dumplings.
Ábúendur á bænum Hlíðarenda í Breiðdal urðu undrandi í gær þegar þangað barst bréf, stílað á einstakling sem þau könnuðust ekki við að væri búsettur þar. Við eftirgrennslan reyndist maðurinn hafa verið með lögheimili þar síðan í haust. Ekki þarf að fá leyfi hjá eiganda fasteignar til að skrá þar lögheimili.
Í félagsheimilinu Valhöll á Eskifirði er gömul sýningavél sem var notuð til kvikmyndasýninga. Hún var notuð frá því kvikmyndasýningar hófust í Valhöll. Nú hefur Kvikmyndasafn Íslands óskað eftir að fá hluta vélarinnar til varðveislu.
Hljómsveitin Sárasótt frá Stöðvafirði hitaði upp fyrir DDT Skordýraeitur á nýafstöðnum útgáfutónleikum þeirra milli jóla og nýárs. Sárasótt var stofnuð formlega árið 2017. Forsprakki hljómsveitarinnar, Þórir Snær Sigurðsson, auglýsti eftir meðlimum en fékk bara svör frá grunnskólastrákum en var sjálfur að kominn yfir tvítugt. Hann lét það ekki stoppa sig og hljómsveitin varð til.
Mikið verður um að vera um helgina í menningarlífinu á Seyðisfirði. Benni Hemm Hemm verður með sóló tónleika á morgun, laugardaginn 18. janúar í Herðubreið og svo opnar prentverkasýning í Skaftfelli í kvöld.
Forsvarsmenn Verkmenntaskóla Austurlands eru ósáttir við vinnubrögð RÚV vegna ákvörðunar um að láta endurtaka viðureign skólans við Menntaskólann á Ísafirði í spurningakeppninni Gettu betur vegna tæknilegra mistaka.
Tilviljunin réði því að Ína Gísladóttir byrjaði að fara með ferðamenn um Norðfjörð en hún segir það eitt það skemmtilegasta sem hún hafi gert um ævina. Á ferðum sínum segir hún sögur úr firðinum sem hún hefur búið í nær alla sína ævi.