Matur meira áberandi á Jólakettinum en áður

Tæplega 70 aðilar munu bjóða vörur til sölu á jólamarkaðinum Jólakettinum sem haldinn verður að Valgerðarstöðum ofan Fellabæjar á morgun. Þótt framboðið sé fjölbreytt er jólatrjáasalan alltaf þungamiðjan.

Lesa meira

Yfirheyrslan: „Ég hef yfirsýn á við ánamaðk"

Listamaðurinn og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson flutti ásamt konu sinni Kötlu Rut Pétursdóttur á Seyðisfjörð í byrjun síðasta sumars. Þau vinna nú á fullu við uppsetningu á nýju íslensku leikverki sem heitir Skarfur og er eftir Kolbein sjálfan. Verkið verður frumsýnt á Seyðisfirði á næsta ári. Leikverkið Kolbeinn er í yfirheyrslu vikunnar

Lesa meira

Spila jólalög sem öðrum þykja skemmtileg

Söngkonan Halldóra Malin Pétursdóttir og gítarleikarinn Jón Hilmar Kárason leiða saman hesta sína á jólatónleikum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á sunnudagskvöld. Dúkkulísurnar eru einnig á ferð um Austurland um helgina með jólatónleika.

Lesa meira

Afmæli, ljósleiðari og byggðastefna

Sigfús Vilhjálmsson á Brekku í Mjóafirði varð 75 ára 28. nóvember. Í tilefni dagsins fór hann á bingó á Egilsstöðum, þar sem hann hreppti vænan vinning. Ekki er sjálfgefið að fært sé á milli Egilsstaða og Brekku á þessum árstíma og ýmsir hafa á orði að vegurinn sé oftast lokaður frá því í sláturtíð og fram á sauðburð.

Lesa meira

Les Aðventu Gunnars Gunnarssonar í gömlu þýsku fjárhúsi

Þýski leikarinn Richard Schneller les um helgina Aðventu, sögu Gunnars Gunnarssonar um Fjalla-Bensa og leit hans að eftirlegukindum, á veitingastað sem áður var fjárhús. Richard segist mikill aðdáandi sögunnar og finna til sterkra tengsla við aðalsöguhetjuna.

Lesa meira

Gott að hlæja í jólastressinu

Pínulitla aðventugrínhátíðin verður haldin í Neskaupstað í fyrsta sinn um helgina. Skipuleggjandi segir markmiðið að halda hátíð sem verði aldrei stór en létti fólki lundina í jólastressinu.

Lesa meira

Jólasjóður

Jólasjóður með fjárhagsaðstoð hefur verið starfræktur um nokkurt skeið á Fljótsdalshéraði, Borgarfirði, Djúpavogi, Seyðisfirði og Vopnafirði og er gott samstarf í kringum sjóðinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.