


Yfirheyrslan: Myndi elda hreindýrabollur fyrir Da Vinci, Jane Austin og Rosu Parks
Norðfirðingurinn Karen Ragnarsdóttir Malmquist er nýflutt aftur í heimahagana eftir margra ára dvöl í burtu. Í haust tók hún við starfi aðstoðarskólameistara Verkmenntaskóla Austurlands. Karen er í yfirheyrslu vikunnar.

Yfirheyrslan: „Ég hef yfirsýn á við ánamaðk"
Listamaðurinn og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson flutti ásamt konu sinni Kötlu Rut Pétursdóttur á Seyðisfjörð í byrjun síðasta sumars. Þau vinna nú á fullu við uppsetningu á nýju íslensku leikverki sem heitir Skarfur og er eftir Kolbein sjálfan. Verkið verður frumsýnt á Seyðisfirði á næsta ári. Leikverkið Kolbeinn er í yfirheyrslu vikunnar
Spila jólalög sem öðrum þykja skemmtileg
Söngkonan Halldóra Malin Pétursdóttir og gítarleikarinn Jón Hilmar Kárason leiða saman hesta sína á jólatónleikum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á sunnudagskvöld. Dúkkulísurnar eru einnig á ferð um Austurland um helgina með jólatónleika.
Afmæli, ljósleiðari og byggðastefna
Sigfús Vilhjálmsson á Brekku í Mjóafirði varð 75 ára 28. nóvember. Í tilefni dagsins fór hann á bingó á Egilsstöðum, þar sem hann hreppti vænan vinning. Ekki er sjálfgefið að fært sé á milli Egilsstaða og Brekku á þessum árstíma og ýmsir hafa á orði að vegurinn sé oftast lokaður frá því í sláturtíð og fram á sauðburð.

Les Aðventu Gunnars Gunnarssonar í gömlu þýsku fjárhúsi
Þýski leikarinn Richard Schneller les um helgina Aðventu, sögu Gunnars Gunnarssonar um Fjalla-Bensa og leit hans að eftirlegukindum, á veitingastað sem áður var fjárhús. Richard segist mikill aðdáandi sögunnar og finna til sterkra tengsla við aðalsöguhetjuna.
Gott að hlæja í jólastressinu
Pínulitla aðventugrínhátíðin verður haldin í Neskaupstað í fyrsta sinn um helgina. Skipuleggjandi segir markmiðið að halda hátíð sem verði aldrei stór en létti fólki lundina í jólastressinu.
Jólasjóður
Jólasjóður með fjárhagsaðstoð hefur verið starfræktur um nokkurt skeið á Fljótsdalshéraði, Borgarfirði, Djúpavogi, Seyðisfirði og Vopnafirði og er gott samstarf í kringum sjóðinn.